Sölvi Björnsson er genginn til liðs við Njarðvík á láni frá Gróttu út þessa leiktíð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Njarðvíkingum.
Sölvi er 22 ára gamall og á 82 mótsleiki og 27 mörk fyrir Gróttu og Þrótt R.
Hann spilaði 15 leiki og gerði 1 mark fyrir Gróttu í Lengjudeildinni á síðasta tímabili en hefur ekkert spilað með liðinu í sumar.
Sölvi mun spila með Njarðvík á láni frá Gróttu út tímabilið og hjálpa liðinu að tryggja sæti sitt í Lengjudeildinni en liðið er sem stendur á toppnum í 2. deild með 37 stig, ellefu stigum meira en Ægir sem er í öðru sæti.
Njarðvík mætir Víkingi Ó. í fjórtándu umferð 2. deildar á Rafholtsvellinum á morgun.
Stöðutaflan
| L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | |
Athugasemdir





