Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 26. ágúst 2020 18:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bestur í 13. umferð: Hann hefði ekki getað sett svona slummu
Oliver Heiðarsson (Þróttur R.)
Lengjudeildin
Sigurmarkinu fagnað.
Sigurmarkinu fagnað.
Mynd: Haukur Gunnarsson
Þróttarar fóru á Leiknisvöll og unnu gríðarlega flottan sigur.
Þróttarar fóru á Leiknisvöll og unnu gríðarlega flottan sigur.
Mynd: Haukur Gunnarsson
Að mati Fótbolta.net var Oliver Heiðarsson, leikmaður Þróttar, leikmaður 13. umferðarinnar í Lengjudeildinni.

Hann skoraði sigurmarkið í frábærum sigri gegn Leikni á útivelli. Markið var af dýrari gerðinni eins og sjá má neðst í fréttinni.

Sjá einnig:
Lið 13. umferðar

„Við vissum fyrir leikinn að við værum að berjast fyrir lífi okkar í deildinni og við tókum það með okkur inn á völlinn, og skildum ekki neitt eftir," segir Oliver.

Þróttur er í næst neðsta sæti deildarinnar en liðið hefur unnið tvo af síðustu þremur leikjum sínum og er núna aðeins þremur stigum frá öruggu sæti. „Já, hlutirnir hafa ekki verið að falla með okkur i sumar en mér finnst við vera að detta í gang og ég hef trú á því að ef við höldum áfram að spila eins og í síðustu leikjum, að þá höldum við okkur uppi."

Oliver er nítján ára gamall. Hann hefur ekki langt að sækja marksæknina en faðir hans er Heiðar Helguson, fyrrum landsliðssóknarmaður.

„Fyrst Birkir gat skorað svona á móti Fram þá get ég alveg gert það líka," segir Oliver um ákvörðun sína að skjóta boltanum lengst utan af velli, en hann er ekki viss um að faðir sinn hefði getað gert svona mark.

„Já og nei," segir Oliver um það hvort að hann og faðir hans séu líkir inn á vellinum og bætir hann við: „En ég get ekki sagt að hann hefði getað sett svona slummu."

„Ég er snöggur, áræðinn en ég er ungur og á ennþá eftir að læra margt," segir þessi efnilegi leikmaður sem er bjartsýnn á framhaldið hjá Þrótti.

„Ég er frekar spenntur fyrir framhaldinu en auðvitað tekur maður einn leik í einu og tekur það með sér í næsta verkefni."

Bestir í fyrri umferðum:
Bestur í 1. umferð: Fred Saraiva (Fram)
Bestur í 2. umferð: Bjarki Þór Viðarsson (Þór)
Bestur í 3. umferð: Sævar Atli Magnússon (Leiknir R.)
Bestur í 4. umferð: Andri Freyr Jónasson (Afturelding)
Bestur í 5. umferð: Sindri Kristinn Ólafsson (Keflavík)
Bestur í 6. umferð: Adam Ægir Pálsson (Keflavík)
Bestur í 7. umferð: Vuk Oskar Dimitrijevic (Leiknir R.)
Bestur í 8. umferð: Albert Hafsteinsson (Fram)
Bestur í 11. umferð: Joey Gibbs (Keflavík)
Bestur í 12. umferð: Joey Gibbs (Keflavík)

Athugasemdir
banner
banner
banner