Jadon Sancho, leikmaður Manchester United, er enn í erjum við Erik ten Hag, stjóra félagsins, en honum hefur nú verið meinað að æfa með aðalliðinu og fær ekki að borða með hópnum í mötuneytinu, en hvar liggur vandamálið?
Ten Hag gagnrýndi Sancho eftir 3-1 tapið gegn Arsenal og sagði að Englendingurinn hafi ekki verið í hóp því hann væri að æfa illa.
Sancho svaraði fyrir sig á Twitter, en hann hefur ekki verið í hóp síðan.
Ten Hag vill afsökunarbeiðni frá Sancho, en hann neitar að gefa sig og því hefur stjórinn ákveðið að leyfa honum ekki að vera hluti af hópnum. Sancho hefur í kjölfarið óvirkjað Instagram-síðu sína.
26.09.2023 15:36
Sancho búinn að gera Instagrammið sitt óvirkt
BILD hefur greint frá því að Borussia Dortmund gæti reynt að fá hann á láni í janúar, en það er alls ekki víst. Það voru einnig vandamál í kringum Sancho er hann var á mála hjá félaginu og má rekja það til tölvunotkunar.
Þar er sagt að Sancho hafi spilað tölvuleiki fram eftir öllu og því hafi hann oft mætt of seint á æfingar. Leikmaðurinn var ekki að fá nægan svefn, en þetta hefur einnig átt sér stað á tíma hans hjá United.
United er ekki reiðubúið að lána hann og mun Dortmund vandlega íhuga það hvort það sé þess virði að fá hann aftur til Þýskalands.
Athugasemdir