Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   fim 26. desember 2024 11:41
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Gísli Gotti fékk skyndilega lyklana - „Spurt hvort ég þyrfti ekki að fara á lán"
Gísli Gottskálk sprakk rækilega út í sumar.
Gísli Gottskálk sprakk rækilega út í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í Evrópuleiknum gegn Djurgarden.
Í Evrópuleiknum gegn Djurgarden.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gísli Gottskálk Þórðarson var í liði ársins og valinn efnilegasti leikmaður Bestu deildarinnar hjá Fótbolta.net. Í útvarpsþættinum Fótbolti.net ræddi hann um tímabil sitt með Víkingi.

Gísli, sem er tvítugur, steig vel upp hjá Víkingi þegar Pablo Punyed, einn besti miðjumaður deildarinnar um árabil, meiddist illa. Fram að miðju móti hafði spiltími hans verið sveidlukenndur.

„Ég byrjaði tímabilið á því að byrja einhverja leiki en kláraði aldrei 90 mínútur. Um mitt tímabil var ég stundum ekkert að fá að spila í leikjum og þá var alltaf verið að spyrja hvort ég þyrfti ekki að fara á lán," segir Gísli sem fékk svo skyndilega lykilhlutverk.

„Áður en Pablo meiðist þá vorum við farnir að spila saman á miðjunni, unnum HK stórt og Egnatia úti í leiknum sem hann meiðist í. Þegar hann meiðist þurfa aðrir að taka ábyrgð því hann skilur eftir sig risaskarð. Ef ég hefði ekki verið að standa mig þá hefði ég ekki verið að spila og við leyst þetta einhvernveginn öðruvísi. Það var mér undir komið að sýna að ég gæti tekið þetta og það gekk ágætlega."

Allir aðrir myndu nota sterkara lýsingarorð en 'ágætlega' um frammistöðu Gísla sem sýndi hæfileika sína ekki bara í íslenska boltanum heldur einnig í Sambandsdeildinni. Hann er orðaður við erlend félög og fer líklega út í atvinnumennskuna eftir áramót.

Í þættinum var hann spurður að því hvaða staka leik í sumar hann myndi sýna erlendum félögum sem væru að spá í að kaupa sig?

„Ég myndi velja heima á móti Cercle Brugge. Það voru alveg góðir leikir heima í deildinni en það þarf að geta gert þetta líka í Evrópukeppninni. Það er að hjálpa okkur ungu strákunum í Víkinni að það er hægt að sjá okkur gera þetta í Sambandsdeildinni. Það þarf að standa sig á hærra stigi en Bestu deildinni," segir Gísli Gottskálk.
Útvarpsþátturinn - Ari Sigurpáls, Gísli Gotti og landsliðsþjálfaraleit
Athugasemdir
banner
banner
banner