Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 27. janúar 2022 18:01
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Vill fá Sarr til Liverpool - „Hann fellur inn í þennan leikstíl"
Mynd: EPA
Það hefur verið mikið rætt og ritað um að Liverpool vanti breidd fram á við. Það hafa margir verið orðaðir við félagið þá sérstaklega til að leysa Salah og Mane af sem eru nú staddir í Afríkukeppninni.

Ismaila Sarr leikmaður Watford hefur meðal annars verið mikið orðaður við félagið en Magnús Þór Jónsson stuðningsmaður sagði í hlaðvarpsþættinum Enski Boltinn að hann væri týpískur leikmaður fyrir Liverpool.

„Sarr er leikmaður sem við höfum verið að taka frá þessum liðum, Robertson frá Hull og við tökum Jota frá Wolves, Sarr er týpan í þetta. Hann tekur til sín, ösku fljótur, ég skil alveg útaf hverju er verið að horfa til hans, hann fellur inn í þennan leikstíl. Hann er 10-15 marka maður í deildinni."

Magnús segir að Emmanuel Dennis sé einnig leikmaður sem gæti spilað fyrir stærra lið. Hann er með 8 mörk í 17 leikjum á þessari leiktíð en hann kom frá Club Brugge í Belgíu í sumar.

Enski boltinn er í boði Domino's (fyrir alla) og White Fox (fyir 18 ára og eldri).
Enski boltinn - Átti markið að standa?
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner