Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 27. janúar 2023 09:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Chelsea og Man Utd þurfa að bíða fram á sumar
Powerade
Victor Osimhen. Man Utd er á eftir honum en það er líklegt að hann færi sig ekkert fyrr en næsta sumar.
Victor Osimhen. Man Utd er á eftir honum en það er líklegt að hann færi sig ekkert fyrr en næsta sumar.
Mynd: Getty Images
Malo Gusto. Orðaður við Chelsea en Lyon ætlar ekki að selja hann í þessum mánuði.
Malo Gusto. Orðaður við Chelsea en Lyon ætlar ekki að selja hann í þessum mánuði.
Mynd: Getty Images
Pedro Porro. Sagður á leið til Tottenham.
Pedro Porro. Sagður á leið til Tottenham.
Mynd: EPA
Amadou Onana er orðaður við Arsenal.
Amadou Onana er orðaður við Arsenal.
Mynd: Getty Images
Þá er komið að slúðri dagsins en hér fyrir neðan má sjá allt það helsta þegar lítið er eftir af janúarglugganum.

Chelsea gæti þurft að fresta plönum sínum um kaup á hægri bakverðinum Malo Gusto (19) fram á sumar. Jean Michel Aulas, forseti Lyon, segist ætla að halda leikmanninum allavega út þennan mánuð. (football.london)

Tottenham hefur trú á því að félaginu takist að landa bakverðinum Pedro Porro (23) frá Sporting Lissabon á næstu dögum þrátt fyrir erfiðleika í viðræðum. (90min)

Sporting hefur haft samband við Brighton um að fá Tariq Lamptey (22) til að fylla í skarð Porro. Lyon hefur einnig áhuga á leikmanninum. (90min)

Everton er tilbúið að lækka verðmiða sinn á Anthony Gordon (21) eftir að leikmaðurinn neitaði að mæta til æfinga. Leikmaðurinn vill fara til Newcastle. Everton var fyrst að biðja um 60 milljónir punda en er núna tilbúið að hlusta á rúmlega 40 milljón punda tilboð. (Telegraph)

Leeds er tilbúið að borga 25 milljónir punda fyrir bandaríska miðjumanninn Weston McKennie (24) sem er núna á mála hjá Juventus á Ítalíu. (Sky Sports Italy)

Bournemouth hefur áhuga á Nicolo Zaniolo (23), leikmanni Roma, þar sem félaginu gengur illa að landa Nicolas Jackson (21), framherja Villarreal. (Mail)

AC Milan vill einnig krækja í Zaniolo en félagið er einnig að horfa til Allan Saint-Maximin (25) hjá Newcastle. (Sky Sports Italy)

Chelsea, Newcastle og Manchester United hafa öll sýnt bakverðinum Denzel Dumfries (26) áhuga en Inter er að biðja um 40 milljónir evra fyrir leikmanninn. (Gazzetta dello Sport)

Ben Brereton Diaz (23), sóknarmaður Blackburn, hefur samþykkt að ganga í raðir Villarreal á frjálsri sölu næsta sumar. (Mail)

Southampton vill kaupa kantmanninn Kamaldeen Sulemana (20) frá Rennes í Frakklandi. Hann var fljótasti leikmaðurinn á HM í Katar. (Mail)

Leeds ætlar að leyfa sóknarmanninum Joe Gelhardt (20) að fara til Sunderland á láni út leiktíðina. (Sky Sports)

Manchester United er að íhuga 105 milljón punda tilboð í sóknarmanninn Victor Osimhen (23) hjá Napoli en það er líklegt að hann færi sig um set næsta sumar, frekar en núna í janúar. (Soccer News)

United er þá að skoða það að senda Charlie McNeill (19), Bjorn Hardley (20) og DiShon Bernard (22) út á lán. (Manchester Evening News)

Fulham er að landa bakverðinum Cedric Soares (31) frá Arsenal á láni út þessa leiktíð. (90min)

Arsenal stefnir á að fá miðjumann áður en glugginn lokar og er Amadou Onana (21) hjá Everton einn af þeim sem kemur til greina. (Express)

Fiorentina ætlar ekki að leyfa miðjumanninum Sofyan Amrabat (26) að fara í janúar. Leikmaðurinn var frábær með Marokkó á HM og vakti í kjölfarið áhuga hjá Liverpool og Tottenham. (90min)
Athugasemdir
banner
banner
banner