Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 27. febrúar 2023 19:44
Ívan Guðjón Baldursson
Hakimi kærður fyrir nauðgun - Fjölskyldan var í útlöndum
Mynd: PSG
Marokkóski bakvörðurinn Achraf Hakimi er undir rannsókn fyrir meinta nauðgun samkvæmt fjölmiðlum í Frakklandi.

Le Parisien greinir frá því að meint fórnarlamb hafi ekki viljað kæra fótboltamanninn en ákæruvaldið hafi ákveðið að fara með málið fyrir hennar hönd í ljósi alvarleika ásakananna.

Hakimi er 24 ára gamall og var lykilmaður í liði Inter áður en hann gekk til liðs við PSG, þar sem hann hefur spilað yfir 70 leiki á tæplega tveimur árum.

Meint atvik átti sér stað núna á laugardagskvöldið 25. febrúar á heimili Hakimi. Konan fór heim til fótboltastjörnunnar með Uber bifreið sem hann pantaði sjálfur. Samkvæmt frásögn konunnar fóru hlutirnir úr böndunum þegar hún kom inn í íbúðina og vildi ekki stunda samfarir.

Hún segir hann hafa farið yfir ýmis mörk áður en henni tókst að losa sig með því að sparka í hann. Þá náði hún að grípa í símann sinn og senda skilaboð til vinkonu sinnar um að koma að sækja sig.

Hakimi er giftur og með tvö börn en fjölskyldan var á ferðalagi í Dúbaí yfir helgina meðan Hakimi var eftir heima. Hann neitar öllum ásökunum.


Athugasemdir
banner
banner
banner