Amorim langt frá því að hætta - Wirtz fundaði með City - Ensk stórlið vilja Rodrygo
   fim 15. maí 2025 14:15
Elvar Geir Magnússon
Livey sýnir bikarleik KA og Fram í beinni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bikarmeistarar KA taka á móti Fram á Greifavellinum í Mjólkurbikarnum klukkan 18:00. KA-TV sýnir leikinn í beinni útsendingu í gegnum Livey.

Útsendingin kostar þúsund krónur.

Smelltu hér til að nálgast útsendinguna

Heimavöllurinn hefur reynst KA drjúgur í bikarnum en í fyrra lék liðið alla leiki fram að úrslitaleiknum á Greifavellinum á Akureyri. Liðið vann svo óvæntan 2-0 sigur gegn Víkingi á Laugardalsvelli í úrslitaleiknum.

Leikur KA og Fram hefst eins og áður segir klukkan 18. Búast má við jöfnum og spennandi leik en Fram er í 9. sæti og KA í 12. sæti í Bestu deildinni.
Athugasemdir
banner
banner