Liverpool vill Barcola - Sane kominn til Tyrklands - Villa, Newcastle og Tottenham hafa áhuga á Sancho
Agla María: Frammistaðan hefur alveg verið betri
Nik Chamberlain: Enginn vafi á því að við myndum vinna þennan leik
Pétur Rögnvalds: Óhress með sjálfan mig
Hulda Ösp: Ég var bara á réttum stað og á réttum tíma
Rakel Grétars: Það gekk ekkert upp
Guðni um endatakmarkið: Rosalegt hungur að gera það í ár
Jói um gula spjaldið: Greinilega mikið að gera hjá dómaranefndinni
Óli Kri: Sólin kemur upp á morgun og það eru fleiri verkefni framundan
Fanndís Friðriks: Þetta er bara ný keppni og okkur langar að vinna þennan titil
Arnar tekur erfiðar ákvarðanir í haust: Ætla að komast á HM með eða án ykkar
Willum: Við fengum fínustu færi og vorum óheppnir
„Alvaran byrjar í haust og þá fer þetta að telja"
Daníel Leó: Vorum heppnir að fá ekki á okkur annað
Donni: Ég er gráti næst
„Segja mjög heimskulega hluti við mann sem er með öðruvísi húðlit en þeir"
„Þetta er ekki eins og skautahlaup, það eru enginn stig fyrir stíl"
Gunnar Már: Máttum bara ekki tapa þessum leik
Jón Óli: Skítum svo upp á bak í næsta leik
Frosti: Heiðar var að pæla fyrir leik hvernig ég ætlaði að útfæra þessi skæri
Bjarni: Þú verður að ráða sagnfræðing í það
   fim 15. maí 2025 02:28
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hektor Bergmann: Þetta er besta tilfinning í heimi
Hektor Bergmann og faðir hans, Garðar Gunnlaugsson.
Hektor Bergmann og faðir hans, Garðar Gunnlaugsson.
Mynd: Kári
Hektor Bergmann Garðarsson, leikmaður Kára, ræddi við Fótbolta.net eftir bikarleik Kára gegn Stjörnunni í kvöld. Maraþonleikur í Akraneshöllinni sem endaði með sigri Stjörnunnar í vítaspyrnukeppni. Þetta hafði markaskorarinn Hektor að segja:

Lestu um leikinn: Kári 3 -  6 Stjarnan

„Þetta er besta tilfinning í heimi, að skora og fagna með öllum, ég elska þetta."

„Að sjá alla í stúkunni, það er besta tilfinning í heimi, ég vil meira svona, vil að allir mæti í sumar. Meira takk."

„Planið var að vera með orku, koma inn í leikinn og rústa honum, vera með hávaða, það er bergmál inni í höllinni."

„Þetta er vígið okkar, við erum að spila á móti liði sem er í efri deild, við eigum alltaf meiri séns (hér inni) - finnst eins og við séum alltaf betri. Í dag unnum við næstum Stjörnuna."

„Ég hafði mikla trú á því að við myndum klára þennan leik, en við vorum mjög óheppnir í vítóinu, klúðruðum tveimur vítum, ég öðru af þeim. Þetta er bara svona, það er bara næsti leikur á sunnudaginn,"
sagði Hektor.

Kári er í 2. deild eftir að hafa unnið 3. deildina í fyrra. Stjarnan er í Bestu deildinni.
Athugasemdir
banner