Amorim langt frá því að hætta - Wirtz fundaði með City - Ensk stórlið vilja Rodrygo
   fim 15. maí 2025 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Cannavaro í viðræðum við tvö félög í Mexíkó
Mynd: EPA
Ítalski þjálfarinn Fabio Cannavaro er búinn að finna sér nýtt félag, aðeins nokkrum vikum eftir að hafa verið rekinn frá króatíska félaginu Dinamo Zagreb.

Cannavaro er laus allra mála eftir hræðilega fjóra mánuði í Króatíu og er hann ekkert á því að taka sér pásu heldur ætlar hann að skella sér beint aftur í nýtt starf.

Samkvæmt blaðamanninum Fabrizio Romano er hann í viðræðum við tvö félög í mexíkósku úrvalsdeildinni og er Cannavaro sagður mjög áhugasamur.

Fjölmiðlar ytra halda því fram að hann sé að ræða við Chivas og Monterrey, tvö stærstu félög Mexíkó.

Taki hann við öðru hvoru liðinu verður það hans níunda starf á þjálfaraferlinum. Hann stýrði Guanghzou Evergrande tvisvar, TIanjin Quanjian, Al Nassr, Benevento, Udinese og kínverska landsliðinu áður en hann tók við Zagreb.
Athugasemdir
banner
banner