Amorim langt frá því að hætta - Wirtz fundaði með City - Ensk stórlið vilja Rodrygo
   fim 15. maí 2025 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Efnilegur markmaður skrifar undir hjá HK
Mynd: HK
HK hefur gengið frá samningi við Andra Má Steinsson en hann er nú samningsbundinn félaginu út tímabilið 2027. Andri Már er fæddur árið 2009 og var að skrifa undir sinn fyrsta samning við félagið.

Hann er uppalinn hjá HK og hefur verið viðloðinn unglingalandsliðin. Andri, sem er fæddur 2009, var í æfingahóp U16 í mars.

„Við hlökkum til að fylgjast með þessum unga og efnilega markverði á næstu árum," segir í tilkynningu HK.

Þetta er ekki eini efnilegi markmaður í röðum HK því í gær var fjallað um að Marten Leon Jóhannsson, sem fæddur er árið 2010, sé á reynslu hjá Bröndby í Danmörku.


Athugasemdir
banner