Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 27. mars 2020 12:27
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Stöð 2 Sport 
Er Emil upphafsmaður klósettrúlluáskoruninnar?
Emil Hallfreðsson.
Emil Hallfreðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fólk víða um heim hefur verið að leika sér að því að halda klósettrúllum á lofti en þetta æði hefur farið á mikið flug á meðan heimsfaraldurinn geisar.

Lionel Messi og fjöldi annarra fótboltamanna hafa tekið þessa áskorun.

En var það landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson sem kom æðinu af stað? Það er nokkuð síðan hann birti myndband af sér halda klósettrúllu 33 sinnum á lofti.

„Ég ætla ekki að fara að fullyrða það sjálfur en þetta byrjaði ekkert fyrr en mörgum dögum eftir að við konan tókum þetta upp heima. Þetta var bara einhver hugmynd því við vorum nýbúin að fá matar- og klósettpappírsendingu heim," sagði Emil í þættinum Sportið í kvöld á Stöð 2 Sport.

„Það var búin að vera svolítil umræða um klósettpappír og að allir ættu að byrgja sig upp af honum. Ég hugsað að þetta gæti verið svolítið góð áskorun, að gera eitthvað nett í sótthvíldinni og að fíflast aðeins."

„Ég taggaði einhverja vini mína á Ítalíu og síðan byrjaði þetta þvílíkt að berast út um allt. Það er bara skemmtilegt ef það er svoleiðis að ég hafi átt þetta frá upphafi," segir Emil en hægt er að sjá brot úr þættinum hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner