Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 27. mars 2021 08:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Györ, Ungverjaland
Hausinn, mataræðið, heilsan, æfingar og rauðrófusafi á leikdegi
Á sprettinum í Danmörku
Á sprettinum í Danmörku
Mynd: Getty Images
Á sprettinum með Víkingi
Á sprettinum með Víkingi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ágúst Eðvald Hlynsson var nánast undandtekningarlaust með hæstu hlaupatölurnar þegar hann lék með Víkingi tímabilin 2019 og 2020, alla vega af þeim tölum sem birtar voru í uppgjörsþáttum um leiki deildarinnar.

Ágúst hljóp ekki bara mest heldur talsvert meira en aðrir leikmenn. Hann var spurður hver væri lykillinn að þessari hlaupagetu.

Varðandi þessa hlaupagetu sem maður hefur tekið eftir hjá þér. Ertu allan veturinn á brettinu eða hvaðan kemur þetta?

„Nei, fyrst og fremst snýst þetta um að ná alltaf að æfa, þetta eru stanslausar æfingar og ég hugsa vel um sjálfan mig," sagði Ágúst.

„Svo er þetta hausinn, maður er alltaf að reyna komast í betra form. Manni finnst eins og maður geti hlaupi endalaust. Það auðvitað skiptir líka öllu máli að ég hef ekki misst af æfingu síðan ég kom til Íslands 2019, ég er alltaf heill.“

Ertu í rauðrófusafanum eins og Ísak Bergmann?

„Haha, ég reyndar drekk hann fyrir leiki en ekkert annars. Þetta snýst um að hugsa vel um sig og borða hollt. Það og hausinn skiptir öllu máli. Fótbolti í dag snýst um að hafa miðjumenn sem geta hlaupið helling, ég horfi til þeirra bestu og ef maður ætlar sér að vera þar einn daginn þá verður maður að geta hlaupið,“ bætti Ágúst við.

Annað úr viðtalinu:
„Mjög heillandi að spila í Superliga" - Fór að spila á undan áætlun
Ósáttur að vera ekki í hópnum en horfir til næstu undankeppni
Hlynssyni dreymir um að spila saman landsleik - „Væri gott chemistry"
Ágúst um Kjartan Henry: Á honum mikið að þakka
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner