Klopp hefur áhuga á Malen - Hvert fer Osimhen? - Juventus leitar að manni í stað Pogba - Man Utd og Chelsea berjast um brasilískan miðjumann
banner
   lau 27. mars 2021 10:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Umræða að það væri einhver letingi í honum en ég er ekki sammála"
Icelandair
watermark Albert í leiknum gegn Þýskalandi.
Albert í leiknum gegn Þýskalandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, var spurður út í umræðu varðandi Albert Guðmundsson, leikmann landsliðsins, á blaðamannafundi í dag.

Albert kom öflugur inn í leikinn gegn Þýskalandi á sunnudag en það hefur verið umræða um það í gegnum tíðina að hann sé ekki nægilega duglegur.

Arnar er alls ekki sammála þeirri umræðu.

„Það er mjög einfalt mál hvort það sé Albert eða annar leikmaður, lykill að sigri fyrir okkur er vinnuframlag. Það gildir fyrir Albert eins og alla aðra. Þeir leikmenn sem vinna ekki vinnuna sína þeir munu ekki fá margar mínútur," sagði Arnar.

„Albert kom mjög vel inn í leikinn gegn Þjóðverjum, var duglegur að halda boltanum og duglegur að vinna sína vinnu. Þessi umræða hefur verið síðan Albert kom inn í landsliðið, að það væri einhver letingi í honum en ég er ekki sammála því. Þeir sem fylgjast með leikjum hans í hollensku úrvalsdeildinni vita að Albert vinnur sína vinnu."

„Ég þarf að gefa leikmönnum verkefni og grindina sem þeir vinna út frá. Það vita allir að Albert hefur hæfileika til að vera landsliðsmaður Íslands. Hvert sem hans hlutverk verður næstu mánuði og ár, það fer eftir honum. Það er sama með hann og alla leikmenn; þeir sem stíga upp og taka tækifærin, þora að gera hluti og mistök líka, þeir munu alltaf fá stórt hlutverk í landsliðinu."

Ísland mætir Armeníu á morgun og það verður gaman að sjá hvort Albert komi inn í byrjunarliðið. Arnar talaði um það á fundinum að það verði breytingar á liðinu.
Albert: Veit innst inni að ég er bestur á vellinum
Athugasemdir
banner
banner
banner