Jack Wilshere, fyrrum leikmaður Arsenal, gekk í raðir danska félagsins AGF í vetrarglugganum. Hann er byrjaður að spila með danska liðinu og lagði upp mark fyrir Mikael Anderson í síðasta leik.
Jón Dagur Þorsteinsson, samherji Wilshere og Mikaels, var til viðtals á fréttamannafundi í liðinni viku. Þar var Jón spurður út í komu Wilshere.
Jón Dagur Þorsteinsson, samherji Wilshere og Mikaels, var til viðtals á fréttamannafundi í liðinni viku. Þar var Jón spurður út í komu Wilshere.
Hvernig er að vera kominn með Wilshere inn í hópinn?
„Hann er toppmaður og er að koma virkilega vel inn í þetta. Auðvitað var hann ekki búinn að spila fótboltaleik í smá tíma þegar hann mætti og maður vissi að við myndum kannski ekki sjá hans rétta andlit strax en hann átti stoðsendingu í síðasta leik og spilaði allan leikinn - hann er á réttri leið. Það er gaman að fá leikmann sem er búinn að spila á hæsta stigi fótboltans inn í klefann og fá að upplifa að vera í kringum hann. Þetta er bara búið að vera skemmtilegt og geggjað fyrir alla."
Hafiði kynnst eitthvað? Er hann eins skrautlegur og ensku götublöðin vilja meina?
„Nei, alls ekki. Mér finnst hann bara skemmtilegur maður og ekkert vesen á honum."
Sami maður fékk Bendtner til Rosenborg
Hvað hugsaðiru þegar það varð ljóst að Jack Wilshere væri að koma til AGF?
„Fyrst þegar hann var orðaður við AGF þá hélt ég að þetta væri ekki rétt og litlar líkur á því að það myndi gerast. Síðan þegar maður skoðaði það betur þá fékk þessi yfirmaður íþróttamála líka Nicklas Bendtner til Rosenborg á sínum tíma. Þegar þetta gerðist var þetta held ég mjög skrítið fyrir alla - að sjá hann mæta. En týpan sem hann er ... hann hefur komið vel inn í hópinn og þetta varð allt mjög eðlilegt og skemmtilegt," sagði Jón Dagur.
Sjá einnig:
Jón Dagur á förum frá AGF - Fer að öllum líkindum frá Danmörku
Hvernig endaði Wilshere hjá AGF? - Ekki launahæstur hjá félaginu
Athugasemdir