
KH 1 - 3 ÍA
0-1 Selma Dögg Þorsteinsdóttir ('42 )
1-1 Birta Ósk Sigurjónsdóttir ('50 )
1-2 Bryndís Rún Þórólfsdóttir ('60 )
1-3 Erna Björt Elíasdóttir ('80 )
ÍA er áfram með fullt hús stiga á toppi riðils 1 í C-deild Lengjubikars kvenna eftir góðan sigur á útivelli gegn KH í kvöld.
Selma Dögg Þorsteinsdóttir kom Skagakonum yfir undir lok fyrri hálfleiks en Birta Ósk Sigurjónsdóttir var snögg að jafna fyrir KH í upphafi síðari hálfleiks.
Staðan hélst aðeins jöfn í tíu mínútur þar til Brynís Rún Þórólfsdóttir kom ÍA yfir á ný, áður en Erna Björt Elíasdóttir innsiglaði sigurinn.
KH er með þrjú stig eftir þrjár umferðir og nægir ÍA eitt stig í lokaumferðinni til að tryggja sér toppsætið.
Athugasemdir