Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   mið 27. mars 2024 16:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Pétur Bjarnason (Vestri)
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Nigel Quashie í leik með Vestra tímabilið 2014.
Nigel Quashie í leik með Vestra tímabilið 2014.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vigurbolann í Landann.
Vigurbolann í Landann.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Hefði virkilega gott af því að komast út á land akkúrat núna, bæði fyrir líkama og sál.
Hefði virkilega gott af því að komast út á land akkúrat núna, bæði fyrir líkama og sál.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magnað atvik.
Magnað atvik.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Myndi græja fyrir mig fæði, klæði og húsnæði
Myndi græja fyrir mig fæði, klæði og húsnæði
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Komið er að því að kynna betur leikmann úr liðinu sem spáð er 10. sæti í Bestu deildinni í sumar.

Pétur Bjarnason er mættur aftur vestur eftir eitt ár í Árbænum þar sem hann mátaði sig við Bestu deildina. Hann skoraði sex mörk fyrir Fylki sem hélt sæti sínu í deildinni. Pétur er uppalinn á Bolungarvík og með BÍ og hafði fyrir síðasta tímabil leikið allan sinn feril með BÍ/Bolungarvík og svo Vestra. Hann hefur skorað alls 64 mörk í deild og bikar fyrir BÍ/Bolungarvík og Vestra.

Í dag sýnir framherjinn á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Pétur Bjarnason

Gælunafn: Pjelli, Pete

Aldur: 27

Hjúskaparstaða: Í sambandi

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki og er eitthvað minnistætt úr leiknum: 5-0 tap á móti KV á heimavelli 2014, ekki beint minnisstæður leikur

Uppáhalds drykkur: Rauður Collab

Uppáhalds matsölustaður: Tjöruhúsið

Hvernig bíl áttu: Scoda Octavia

Áttu hlutabréf eða rafmynt: Nei

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Eitthvað íslenskt heilalaust sem ég get horft á með öðru auganu

Uppáhalds tónlistarmaður: Kanye West

Uppáhalds hlaðvarp: Blö

Uppáhalds samfélagsmiðill: Snapchat er frábær miðill sem er misnotaður af unglingum

Fyrsta síðan sem þú ferð á þegar þú opnar netið: Fótbolti.net

Fyndnasti Íslendingurinn: Sveppi

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Skoðum það frá Stínu minni

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Það væri líklega eitthvað lið fyrir austan en það er bara vegna þess að ég myndi ekki flytja þangað

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Hér langar mig að segja Nigel Quashie þó ég hafi bara mætt honum á æfingum.

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Jón Þór Hauksson

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Það eru ekki margir sem ná mér upp en ég ætla bara að segja Ragnar Bragi, þú vilt vera með honum í liði á æfingu.

Hver var fyrirmyndin þín í­ æsku: Rooney

Sætasti sigurinn: Valur í bikarnum 2021 og lokaleikurinn í fyrra með Fylki á móti Fram

Mestu vonbrigðin: Víkingur í bikarnum 2021

Uppáhalds lið í enska: Manchester United

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Þórður Gunnar Hafþórsson hefði virkilega gott af því að komast út á land akkúrat núna, bæði fyrir líkama og sál

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Benedikt Jóhann Snædal

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Ívar Breki Helgason mágur minn

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Kristín Helga leikmaður UMFB

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Ronaldo

Hver er mesti höstlerinn í­ liðinu: Marvin Steinarsson hefur verið nefndur hér áður en ég ætla ekki að segja hann, það er misskilningur

Uppáhalds staður á Íslandi: Heima hjá mér

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Ég gleymi því aldrei þegar Nikulás Jónsson fyrrverandi leikmaður Vestra lokaði augunum og skallaði boltann í eigið net eftir útspark frá mótherjanum. Magnað atvik.

Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Nei

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Ekki af neinu viti. Ég fylgist með handboltalandsliðinu þegar það gengur vel og svo horfi ég alltaf á Dag Benediktsson gönguskíðakappa á stórmótum.

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike Vapor

Í hverju varstu/ertu lélegastur í­ skóla: Kannski ekki lélegur en ég var latur að læra þýsku, hafði engan áhuga á því að gera það.

Vandræðalegasta augnablik: Ekkert sem kemur upp í hugann

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju og af hverju: Elmar Atli Garðarsson er fyrstur á blað og haglarinn með, hann myndi græja fyrir mig fæði, klæði og húsnæði. Svo myndi ég taka Andra Rúnar og hans brandarabók og að lokum Daníel Agnar og hans einstaklega góðu nærveru.

Hvern í liðinu þínu myndirðu velja til að taka þátt í sjónvarpsþáttaröð: Ég væri til í að sjá Vigurbolann Gunnar Jónas Hauksson í Landanum þar sem hann sýnir okkur eyjuna fögru.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Ég er með 5-star weak foot

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Fatai hefur komið mér á óvart, ég bjóst við leiðinlegri týpu en hann er algjör ljúflingur.

Hverju laugstu síðast: Ég stal hótelkortinu af Frikka herbergisfélaga og laug því að hann hefði týnt sínu.

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Hlaupa

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Ég ætla að spyrja Benedikt Waren bara á æfingu á morgun hver tilgangur lífsins sé
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner