Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 27. apríl 2021 13:00
Fótbolti.net
Spá þjálfara og fyrirliða í Lengjudeild kvenna: 9. sæti
ÍA er spáð falli úr Lengjudeildinni
ÍA er spáð falli úr Lengjudeildinni
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Aníta Ólafs er bráðefnilegur markvörður sem verður gaman að fylgjast með
Aníta Ólafs er bráðefnilegur markvörður sem verður gaman að fylgjast með
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aníta Sól missti af megninu af síðasta tímabili vegna meiðsla. Hún er klár fyrir sumarið.
Aníta Sól missti af megninu af síðasta tímabili vegna meiðsla. Hún er klár fyrir sumarið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í Lengjudeildinni í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið. Liðin fengu stig frá 1-9 en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1.
2.
3.
4.
5.
6.
7.
8.
9. ÍA
10. Grindavík

Lokastaða í fyrra: 8. sæti í Lengjudeildinni

Þjálfarar: Aron Ýmir Pétursson, Unnar Þór Garðarsson og Björn Sólmar Valgeirsson. Björn Sólmar sem áður þjálfaði meistaraflokk kvenna hjá Víkingi Ólafsvík er kominn inn í þjálfarateymið með þeim Unnari Þór og Aroni Ými sem tóku við liðinu um mitt sumar 2019.

Styrkleikar: Liðið búið að spila lengi saman og allt stelpur sem hafa komið upp í gegnum yngri flokka starf ÍA. Þær þekkja vel inn á hvora aðra og eru skipulagðar.

Veikleikar: Á sama tíma og það er nefnt sem styrkleiki að liðið sé ekki búið að breytast mikið á síðustu árum er hægt að nefna það sem veikleika. Leikmenn orðnir samdauna og ekki mikið um óvænt. Önnur lið vita hvernig þessir leikmenn spila. Vantar X-factor sem brýtur þetta upp.

Lykilmenn: Dana Scheriff, framherji frá USA. Ef hún stenst væntingar þá getur ÍA liðið komið á óvart. Bryndís Rún fyrirliði og Unnur Ýr verða að bera liðið uppi líka. Fríða Halldórsdóttir hefur ekkert spilað með ÍA á undirbúningstímabilinu en ef hún er með þá er hún oftast besti leikmaður vallarins.

Gaman að fylgjast með: Védís Agla Reynisdóttir, átti flott tímabil í fyrra og getur orðið X-factor ef hún heldur áfram að spila vel. Aníta Ólafsdóttir yngri landsliðsmarkmaður stendur áfram á milli stanganna og er mjög efnileg.

Við heyrðum í Unnari þjálfara og fórum yfir spánna og fótboltasumarið sem framundan er:

„Það er í sjálfu sér ekkert óeðlilegt við þessa spá, ef við skoðum niðurstöðuna síðasta sumar, fáir leikir í mótum í vetur og við ekki búin að styrkja liðið mikið fyrir komandi sumar. Þannig að þetta kemur okkur í raun ekkert á óvart."

„Held það sé alveg ljóst að markmiðið er að vera ofar á töflunni en síðustu tvö tímabil."


En hvernig hefur undirbúningstímabilið gengið hjá Skagaliðinu?

„Undirbúningstímabilið hefur gengið nokkuð vel þrátt fyrir allar takmarkanir sem okkur hafa verið settar. Við erum mjög sáttir með ástandið á leikmönnum fyrir komandi átök, þær eru búnar að vinna vel og við teljum þær vera klárar í krefjandi tímabil."

„Það hafa orðið einhverjar breytingar á liðinu, helsta er þó að Jackie er ólétt og spilar ekkert með en við fáum Anítu Sól til baka úr meiðslum sem hún var að glíma við allt síðasta sumar. Dana Sheriff er svo komin til liðs við okkur fyrir átökin. En það sem er kannski stærsta og mikilvægasta breytingin er að unga liðið okkar er komið með eitt ár í viðbót í reynslubankann."


Við spurðum Unnar Þór að lokum hvernig hann sæi fyrir sér að deildin myndi spilast í sumar:

„Mér sýnist að deildin gæti orðið enn jafnari en á síðasta ári, reikna með að FH verði í toppnum en að baráttan þar fyrir neðan verði jafnari og harðari sem ætti að gera mótið enn skemmtilegra en í fyrra."

„Það verður áhugavert að fylgjast með deildinni í ár. Fullt af efnilegum stelpum að spila og töluvert af nýjum útlendingum að fylgjast með."


Komnar:
Dana Scheriff frá Englandi

Farnar:
Klara Kristvinsdóttir (hætt)
Jacklyn Poucel Árnason (barnshafandi)
Elinóra Ýr Kristjánsdóttir í Fram

Fyrstu leikir ÍA:
6. maí Grótta - ÍA
12. maí ÍA - Augnablik
21. maí KR - ÍA
Athugasemdir
banner
banner
banner