Onana orðaður við Sádí-Arabíu - Wharton til Liverpool - Barcelona búið að finna eftirmann Lewandowski
   sun 27. apríl 2025 10:24
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Liverpool á eftir miðjumanni Crystal Palace - Onana til Sádí-Arabíu?
Powerade
Julian Alvarez
Julian Alvarez
Mynd: EPA
Adam Wharton
Adam Wharton
Mynd: EPA
Slúðurpakki dagsins er kominn í hús. Liverpool, Barcelona, Andre Onana og fleiri koma við sögu.

Liverpool mun reyna að sannfæra Adam Wharton, 21, um að yfirgefa Crystal Palace. Liverpool er tilbúið að borga rúmar 50 milljónir punda. (Sun)

Sádí arabíska félagið Neom er í viðræðum við umboðsmenn Andre Onana, 29, markmann Man Utd. (Footmercato)

David Moyes stjóri Everton vill kaupa tékkneska miðjumanninn Tomas Soucek, 30, leikmann West Ham. (Sun)

West Ham er tilbúið að selja brasilíska miðjumanninn Lucas Paqueta, 27, til að fjármagna enduruppbyggingu á hópnum í sumar. Félagið er þóekki tilbúið að selja Jarrod Bowen, 28. (Express)

Barcelona er að undirbúa tilboð í argentíska framherjann Julian Alvarez, 25, leikmann Atletico Madrid en hann á að taka við af Robert Lewandowski, 36. (Marca)

Milan er að vinna í því að halda enska framherjanum Tammy Abraham, 27, hjá félaginu en hann er á láni frá Roma. (Gazzetta dello Sport)

Nígeríski framherjinn Victor Osimhen, 26, er efstur á óskalista Rúben Amorim, stjóra Man Utd, og félagið á góða möguleika á að landa honum eftir að Chelsea dró sig úr baráttunni. (Mirror)

Leroy Sane, 29, vængmaður Bayern Munchen, mun skrifa undir nýjan samning við félagið, sem mun binda enda á þann möguleika að hann færi til Arsenal eða Liverpool í sumar. (Christian Falk)

Eric Ramsay, fyrrum þjálfari Chelsea og Man Utd, er á óskalista Southampton um að verða næsti stjóri liðsins. (Sky Sports)

Tommy Doyle, 23, leikmaður Wolves, mun yfirgefa félagið í sumar. Man City mun fá 50& af sölunni. (Mirror)
Athugasemdir
banner