Newcastle býr sig undir nýtt tilboð frá Liverpool - Úlfarnir vilja Strand Larsen - Everton hefur áhuga á Ake
   lau 17. maí 2025 17:07
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Besta deild kvenna: Úlfa Dís hetja Stjörnunnar gegn FHL
Kvenaboltinn
Úlfa Dís
Úlfa Dís
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan 1 - 0 FHL
1-0 Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir ('45 )
Lestu um leikinn

Stjarnan lagði nýliða FHL í sjöttu umferð Bestu deildar kvenna en leikurinn fór fram á Samsungvellinum.

Andrea Mist Pálsdóttir átti fyrstu tilraun leiksins en hún átti skot sem fór í slá.

Undir lok fyrri hálfleiks brutu Stjörnukonur ísinn. Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir setti boltann í fjærhornið, laglegt mark.

FHL gat jafnað metin þegar Mikaela Nótt Pétursdóttir komst í gegn en Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving sá við henni. Þá fékk Fanney Lísa Jóhannesdóttir tækifæri til að innsigla sigurinn í uppbótatíma en Keelan Terrell varði vel.

FHL er enn án stiga en Stjarnan fer upp fyrir Val í 5. sæti.
Besta-deild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 14 12 1 1 56 - 11 +45 37
2.    FH 14 10 2 2 35 - 17 +18 32
3.    Þróttur R. 14 9 2 3 27 - 15 +12 29
4.    Valur 15 7 3 5 22 - 21 +1 24
5.    Þór/KA 14 7 0 7 27 - 25 +2 21
6.    Stjarnan 14 5 1 8 19 - 30 -11 16
7.    Fram 14 5 0 9 20 - 38 -18 15
8.    Tindastóll 13 4 2 7 18 - 24 -6 14
9.    Víkingur R. 14 4 1 9 26 - 35 -9 13
10.    FHL 14 1 0 13 8 - 42 -34 3
Athugasemdir
banner