Liverpool vill Barcola - Sane kominn til Tyrklands - Villa, Newcastle og Tottenham hafa áhuga á Sancho
Óli Kri: Sólin kemur upp á morgun og það eru fleiri verkefni framundan
Fanndís Friðriks: Þetta er bara ný keppni og okkur langar að vinna þennan titil
Arnar tekur erfiðar ákvarðanir í haust: Ætla að komast á HM með eða án ykkar
Willum: Við fengum fínustu færi og vorum óheppnir
„Alvaran byrjar í haust og þá fer þetta að telja"
Daníel Leó: Vorum heppnir að fá ekki á okkur annað
Donni: Ég er gráti næst
„Segja mjög heimskulega hluti við mann sem er með öðruvísi húðlit en þeir"
„Þetta er ekki eins og skautahlaup, það eru enginn stig fyrir stíl"
Gunnar Már: Máttum bara ekki tapa þessum leik
Jón Óli: Skítum svo upp á bak í næsta leik
Frosti: Heiðar var að pæla fyrir leik hvernig ég ætlaði að útfæra þessi skæri
Bjarni: Þú verður að ráða sagnfræðing í það
Alli Jói: Það getur örugglega verið margt til í því
„Sérstakt að það væri í lagi að hann fái höfuðhögg en ekki í hina áttina"
„Kærkomið að snúa þessu við og sýna stuðningsmönnum okkar að við erum á réttu róli"
Siggi talar um líkamsárás: Erum að slá heimsmet í meiðslum
Hemmi Hreiðars: Við erum með leikinn í höndum okkar
Halli Hróðmars: Stærra en fólk gerir sér almennt grein fyrir
Sverrir Ingi: Meistaradeildin, komast á HM og grískt brúðkaup á dagskrá
   lau 17. maí 2025 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Davíð Smári: Ákvörðunin erfiðari eftir frammistöðuna gegn Blikum
Vestri hefur farið frábærlega af stað á tímabilinu.
Vestri hefur farið frábærlega af stað á tímabilinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Það er góð ára yfir liðinu, það er samheldið og það skiptir gríðarlega miklu máli í fótbolta'
'Það er góð ára yfir liðinu, það er samheldið og það skiptir gríðarlega miklu máli í fótbolta'
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
'Við erum að bjóða þeim ákveðið 'platform' með því að koma til okkar og gera það með okkur'
'Við erum að bjóða þeim ákveðið 'platform' með því að koma til okkar og gera það með okkur'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það var í raun okkar eina ósk að fá heimavöll. Ég talaði við Sigga Höskulds í gær (fimmtudag) og við töluðum um að þetta væri bara spurning hvort að leikurinn yrði spilaður fyrir vestan eða norðan, og við fengum svarið í dag. Við vorum búnir að kalla þetta," sagði Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, léttur við Fótbolta.net eftir að dregið var í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins í höfuðstöðvum KSÍ í gær.

Sigurður Höskuldsson er þjálfari Þórs og mun hann fara með sína drengi vestur á Ísafjörð í júní og mæta þar funheitum Vestramönnum.

„Frammistaða Vestra hefur verið mjög góð, ekki endilega framar vonum, við tökum bara einn leik í einu - sama gamla tuggan. Maður fann strax þegar liðið kom saman á Spáni í æfingaferðinni að það var ofboðslega sterk og góð kemestría í liðinu. Við ræddum það fyrir mót að okkur væru allir vegir færir svo lengi sem, fyndið að segja það núna, við værum allir að róa í sömu átt."

Vestramenn fögnuðu öðru marki sínu á fimmtudag einmitt með skemmtilegum hópróðri.
„Það er góð ára yfir liðinu, það er samheldið og það skiptir gríðarlega miklu máli í fótbolta. Við erum allir að fara í sömu átt. Það helst í hendur við hvaða leikmenn þú færð í liðið til þín, við erum að fá inn leikmenn sem þyrstir í spiltíma, þyrstir í að taka næsta skref á sínum ferli. Sumir af þessum leikmönnum hafa spilað á háu getustigi en kannski misst einhvern veginn af ferðinni áfram og eru jafnvel svekktir og fúlir yfir því. Við erum að bjóða þeim ákveðið 'platform' með því að koma til okkar og gera það með okkur."

„Við erum að leita eftir leikmönnum sem þora, leikmenn sem leggja það ekki fyrir sig að fótboltinn sé númer eitt, spái ekki í því hvað þeir geta gert í sínum frítíma, frekar leikmönnum sem eru fyrst og fremst einbeittir á að taka næsta skref og ná árangri sem fótboltamenn. Það hefur tekist ágætlega til hjá okkur núna."

„Við gerum okkur samt grein fyrir því að mótið er nýlega byrjað, en árangurinn hefur verið virkilega góður."

„Ég hugsa að það sé ekki erfitt að halda mönnum á jörðinni. Það erfiðasta í starfi þjálfarans þegar vel gengur er að velja hópinn og það er gott, það er erfitt að skilja menn eftir utan hops. Það bara fylgir þessu. Við fengum nokkra leikmenn sem höfðu ekki fengið margar mínútur en spiluðu í gær (fimmtudag) og sýndu að þetta mun gera ákvarðanirnar erfiðari fyrir mig og maður fagnar því bara."


Varnarleikurinn hjá Vestra hefur verið stórkostlegur, liðið hefur einungis fengið á sig tvö mörk í deildinni til þessa.

„Það gerir mann auðvitað stoltan að menn séu að njóta þess að spila fyrir félagið og hvorn annan. Menn eru að njóta þess að verjast, njóta þess að dvelja svolítið í augnablikinu í leikjum, það er ekki verið að hugsa um hvað sé framundan. Það er bara alltaf næsta augnablik."

Vestramenn munu dvelja í Reykjavík fram yfir leikinn gegn Fram á sunnudag.

„Við komum í bæinn fyrir Blikaleikinn. Þróttararnir voru svo góðir við okkur að gefa okkur svæðið til að æfa í dag. Það er bara gott. Það er svo grill hjá Daða Berg á eftir. Það er aldrei að vita nema það fæðist eitthvað skemmtilegt þar," sagði Davíð Smári við Fótbolta.net í gær.
Athugasemdir
banner