La Gazzetta dello Sport heldur áfram að orða Federico Chiesa við AC Milan en ítalska félagið vill fá vængmanninn fyrir næsta tímabil.
Tímabil AC Milan var vonbrigði en liðið tapaði gegn Bologna í bikarúrslitaleik í vikunni og situr í níunda sæti ítölsku A-deildarinnar.
Tímabil AC Milan var vonbrigði en liðið tapaði gegn Bologna í bikarúrslitaleik í vikunni og situr í níunda sæti ítölsku A-deildarinnar.
Chiesa hefur átt erfitt fyrsta tímabil hjá Liverpool og aðeins spilað fimm úrvalsdeildarleiki. Hann hefur ekki byrjað neinn leik fyrir liðið.
Arne Slot stjóri Liverpool hefur ýjað að því að staða ítalska landsliðsmannsins á Anfield muni væntanlega ekki breytast á næsta tímabili.
„Þegar kemur að gæðum þá á hann skilið að fá meiri spiltíma, hvort sem það er hjá okkur eða því félagi sem hann verður hjá. Hann er hinsvegar í þeirri erfiðu stöðu að vera í samkeppni við Mo Salah. Vinstra megin eru svo Cody Gakpo og Lucho Díaz," sagði Slot á fréttamannafundi í gær.
Chiesa er 27 ára og hefur skorað tvö mörk og átt tvær stoðsendingar í þrettán leikjum í öllum keppnum á þessu tímabili. Samtals hefur hann aðeins leikið 403 mínútur fyrir Liverpool.
Athugasemdir