
Völsungur hefur fengið öflugan markmann að láni frá nágrönnum sínum í Þór/KA því Harpa Jóhannsdóttir er komin með leikheimild með Völsungi.
Harpa er fædd árið 1998 og á að baki 132 KSÍ leiki og varði mark Þórs/KA í bikarleiknum gegn KR um síðustu helgi.
Hún lék í 11 af 23 leikjum Þórs/KA í Bestu deildinni í fyrra og á alls að baki 65 leiki í efstu deild.
Harpa er fædd árið 1998 og á að baki 132 KSÍ leiki og varði mark Þórs/KA í bikarleiknum gegn KR um síðustu helgi.
Hún lék í 11 af 23 leikjum Þórs/KA í Bestu deildinni í fyrra og á alls að baki 65 leiki í efstu deild.
Harpa lék á sínum tíma átta unglingalandsleiki og kemur til með að styrkja lið Völsungs sem vann 4-1 sigur á Dalvík/Reyni í fyrstu umferðinni. Fyrr í glugganum hafði Völsungur fengið Júlíu Margréti Sveinsdóttur frá Þór/KA en hún lék líka með Völsungi í fyrra.
Framundan er leikur gegn ÍR á heimavelli á morgun. Sá leikur hefst klukkan 13:00 og fer fram á PCC vellinum.
Athugasemdir