Liverpool berst við spænsku risana um Wharton - Nkunku orðaður við Liverpool - Rodrygo í enska boltann?
   lau 17. maí 2025 15:30
Hilmar Jökull Stefánsson
Byrjunarlið Fram og Þór/KA: Óskar Smári gerir 6 breytingar og Jóhann Kristinn 5
Kvenaboltinn
Óskar Smári gerir 6 breytingar frá því í bikarleiknum gegn Val.
Óskar Smári gerir 6 breytingar frá því í bikarleiknum gegn Val.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Leikur Fram og Þór/KA fer fram á Lambhagavellinum klukkan 16:15 í dag en bæði lið þurfa að ná sér á strik eftir að þau töpuðu sínum leikjum í síðustu umferð Bestu-deildarinnar. 


Lestu um leikinn: Fram 1 -  3 Þór/KA

Byrjunarliðin eru komin í hús en þar vekur helst athygli að Óskar Smári Haraldsson, þjálfari Fram kvenna, gerir 6 breytingar á byrjunarliði sínu frá því í 2-3 bikartapinu gegn Val. 

Þá gerir Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA, 5 breytingar frá því að hans stelpur rústuðu KR fyrir norðan 6-0 í bikarnum. 


Byrjunarlið Fram:
1. Elaina Carmen La Macchia (m)
3. Olga Ingibjörg Einarsdóttir
5. Dominiqe Evangeline Bond-Flasza
7. Alda Ólafsdóttir
9. Murielle Tiernan
10. Una Rós Unnarsdóttir
11. Lily Anna Farkas
13. Mackenzie Elyze Smith (f)
19. Sara Svanhildur Jóhannsdóttir
20. Freyja Dís Hreinsdóttir
30. Kamila Elise Pickett

Byrjunarlið Þór/KA:
20. Jessica Grace Berlin (m)
2. Angela Mary Helgadóttir
7. Amalía Árnadóttir
8. Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir
10. Sandra María Jessen (f)
13. Sonja Björg Sigurðardóttir
14. Margrét Árnadóttir
19. Agnes Birta Stefánsdóttir
21. Henríetta Ágústsdóttir
22. Hulda Ósk Jónsdóttir
24. Hulda Björg Hannesdóttir
Athugasemdir