Liverpool berst við spænsku risana um Wharton - Nkunku orðaður við Liverpool - Rodrygo í enska boltann?
   lau 17. maí 2025 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Harðorður í garð Höjlund - „United er ekki með framherja"
Mynd: EPA
„Þeir eru ekki með framherja," byrjaði Roy Keane, fyrrum fyrirliði Manchester United, á Sky Sports eftir leik United gegn Chelsea á Stamford Bridge í gærkvöldi.

Chelsea vann 1-0 sigur og United er nú án sigurs í síðustu átta deildarleikjum, tveir mánuðir eru frá sigrinum gegn Leicester í deildinni.

Keane gagnrýndi danska framherjann Rasmus Höjlund eftir leikinn. „Í kvöld leit Höjlund eins og ungi strákurinn hjá Chelsea (Tyrique George)"

„Hann leit út eins og hann væri bara rétt skriðinn úr akademíunni. Hlaupin hans voru ekki rétt, tímasetningin, hvernig hann hélt í boltann. Ef þú ert framherji að spila fyrir Man United... allt liðið var bara með eitt skot á markið."

„Við erum alltaf að búa til afsakanir fyrir hann. Við tölum um sjálfstraust, en þú býst við því af framherja að þú náir að láta eitthvað gerast einhvern tímann."

„Það sem stóru félögin - og það sem United hefur alltaf haft - eru framherjar sem búa eitthvað til fyrir sig sjálfa jafnvel þó þeir fái ekki mikla þjónustu. Þeir búa eitthvað til því þeir eru með gæði, eru ákveðnir, með reynslu, fótboltagáfu. Við sjáum það ekki hjá Höjlund."

„Liðið er alltaf í mótlæti. Auðvitað þarf hann einhvern stuðning, en guð minn góður, stundum þarft þú bara að gera aðeins betur."

„Höjlund til varnar þá á hann að vera varaskeifa, framherji númer þrjú eða fjögur, og ætti að vera læra af frábærum framherjum. Hann er ekki nógu góður. Hann skortir sjálfstraust og er ekki umkringdur snillingum. Ef félagið heldur að það sé hægt að laga það í sumar, það er ekki að fara gerast."


Höjlund er 22 ára og kom á háa upphæð frá Atalanta sumarið 2023. Hann hefur skorað fjögur mörk 31 eik í úrvalsdeildinni á tímabilinu og sex mörk í 14 leikjum í Evrópudeildinni.
Athugasemdir