
Víkingur átti frábært tímabil í Bestu deild kvenna í fyrra sem nýliði og endaði í 3. sæti. Sumarið byrjar afar illa fyrir liðið en Víkingur tapaði fimmta leik sínum í kvöld.
Liðið fékk Tindastól í heimsókn en gestirnir komust yfir strax í upphafi leiks þegar Makala Woods átti fyrirgjöf á Elísu Bríet Björnsdóttur sem skoraði.
Aðeins tveimur mínútum síðar tókst Víkingum að jafna metin þegar Bergþóra Sól Ásmundsdóttir hamraði boltann í netið.
Woods bætti kom Tindastól aftur yfir og 2-1 var staðan í hálfleik. Birgitta Rún Finnbogadóttir, sem lagði upp markið á Woods, bætti þriðja markinu við eftir klukkutíma leik og Elísa Bríet skoraði annað mark siitt og fjórða mark Tindastóls og innsiglaði frábæran sigur liðsins.
Tindastóll fer úr 9. sæti upp í það sjöunda en Víkingur fer niður í 9. sæti.
Sandra María Jessen, markadrottning síðasta sumars, er komin á fleygiferð. Það tók hana fimm umferðir að skora en hún hefur nú skorað sjö mörk í deild og bikar.
Hún skoraði tvennu þegar Þór/KA vann Fram. Amalía Árnadóttir kom liðinu yfir, Sandra María bætti öðru markinu við þegar hún komst ein í gegn.
Murielle Tiernan minnkaði muninn undir lok fyrri hálfleiks en Sandra María innsiglaði sigur Þórs/KA þegar hún skallaði boltann í netið. Þór/KA er í 4. sæti en Fram í því áttunda.
Víkingur R. 1 - 4 Tindastóll
0-1 Elísa Bríet Björnsdóttir ('2 )
1-1 Bergþóra Sól Ásmundsdóttir ('4 )
1-2 Makala Woods ('16 )
1-3 Birgitta Rún Finnbogadóttir ('60 )
1-4 Elísa Bríet Björnsdóttir ('71 )
Lestu um leikinn
Fram 1 - 3 Þór/KA
0-1 Amalía Árnadóttir ('20 )
0-2 Sandra María Jessen ('30 )
1-2 Murielle Tiernan ('45 )
1-3 Sandra María Jessen ('60 )
Lestu um leikinn
Athugasemdir