
ÍR heimsótti Njarðvík á JBÓ völlinn þegar liðin mættust í þriðju umferð Lengjudeildarinnar sem hófst í kvöld.
Lestu um leikinn: Njarðvík 1 - 1 ÍR
„Þetta er svona 'mixed emotions'. Við hefðum getað klárað þennan leik. Mér fannst við með yfirhendina á löngum köflum sérstaklega í seinni hálfleik" sagði Jóhann Birnir Guðmundsson þjálfari ÍR eftir leikinn í kvöld.
„Svo skorum við og það kemur svona smá óðagot á okkur og þeir jafna. Þeir hefðu líka getað klárað þetta í lokin. Villi nátturlega ver víti þarna í lokin. Heilt yfir bara þokkalega sáttur með jafnteflið og frammistöðuna, menn lögðu allt í þetta"
ÍR náði forystunni seint í leiknum en fengu á sig jöfnunarmark tveimur mínútum seinna.
„Er eiginlega meira svekktur með hvað það kom smá óðagot á okkur og við fórum í smá 'panic' fannst mér"
Njarðvík fékk vítaspyrnu þegar 90 mínútur voru komnar á klukkuna en Vilhelm Þráinn gerði sér lítið fyrir og varði spyrnuna.
„Villi er nátturlega bara búin að vera frábær hjá okkur í tvö ár núna og við treystum honum fullkomnlega og frábært víti að verja hjá honum"
Nánar er rætt við Jóhann Birnir Guðmundsson í spilaranum hér fyrir ofan.
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. ÍR | 7 | 4 | 3 | 0 | 11 - 4 | +7 | 15 |
2. Njarðvík | 7 | 3 | 4 | 0 | 17 - 7 | +10 | 13 |
3. HK | 7 | 3 | 2 | 2 | 12 - 8 | +4 | 11 |
4. Þór | 7 | 3 | 2 | 2 | 17 - 14 | +3 | 11 |
5. Þróttur R. | 7 | 3 | 2 | 2 | 13 - 11 | +2 | 11 |
6. Keflavík | 6 | 3 | 1 | 2 | 14 - 8 | +6 | 10 |
7. Grindavík | 6 | 3 | 1 | 2 | 19 - 14 | +5 | 10 |
8. Völsungur | 7 | 3 | 0 | 4 | 10 - 16 | -6 | 9 |
9. Leiknir R. | 7 | 2 | 1 | 4 | 9 - 20 | -11 | 7 |
10. Fylkir | 7 | 1 | 3 | 3 | 8 - 11 | -3 | 6 |
11. Selfoss | 7 | 2 | 0 | 5 | 6 - 15 | -9 | 6 |
12. Fjölnir | 7 | 0 | 3 | 4 | 7 - 15 | -8 | 3 |