Liverpool berst við spænsku risana um Wharton - Nkunku orðaður við Liverpool - Rodrygo í enska boltann?
   lau 17. maí 2025 14:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
West Ham setur sig í samband við fyrrum framherja Chelsea
Mynd: EPA
West Ham hefur sett sig í samband við enska framherjann Tammy Abraham. Hann verður 28 ára í október og hefur spilað á Ítalíu síðan 2021. Þá hélt hann til Roma frá uppeldisfélaginu Chelsea.

Abraham er á láni hjá AC Milan út tímabilið. Hann er áfram samningsbundinn Roma.

Slúðrað er um það á Ítalíu að Roma sé tilbúið að losa sig við Abraham og West Ham er orðað við leikmanninn og sagt hafa sett sig í samband við leikmanninn til að reyna lokka hann til London.

Abraham á að baki ellefu landsleiki fyrir England og hefur í þeim skorað þrjú mörk.

Hann hefur á þessu tímabili skorað tíu mörk og lagt upp sjö í 45 leikjum í öllum keppnum.
Athugasemdir
banner
banner