Liverpool berst við spænsku risana um Wharton - Nkunku orðaður við Liverpool - Rodrygo í enska boltann?
Davíð Smári: Ákvörðunin erfiðari eftir frammistöðuna gegn Blikum
Gunnar Heiðar: Héldum ekki áfram að gera það sem við erum góðir í
Jóhann Birnir: Meira svekktur með að það kom óðagot á okkur
Hemma Hreiðars bragur að myndast hjá HK - „Vilja æfa eins og skepnur"
Óli Íshólm: Eitthvað til að byggja ofan á en súrt var það
Þriðji markvörður Fjölnis í þremur leikjum - „Ekki algengt að tveir markmenn af þrem meiðist"
Árni Guðna: Þurfum að snúa þessum jafnteflum upp í sigra
De Jong spark fékk bara gult spjald „Hann fer bara með takkana í magann á honum"
Matti: Fyrri hálfleikurinn fer í algjört andleysi
Agla María: Ansi góð vika og við förum sáttar inn í helgina
Berglind Björg: Auðvitað er það alltaf markmiðið
Best í Mjólkurbikarnum: Örugglega fyrsta þrennan á ferlinum
Arnar Gunnlaugs á nýja grasinu: Ótrúlegir hlutir gerst síðustu vikur
Arnór Borg um VÆB fagn Vestra: Daði var að cooka inn í klefa, Róa eitthvað
Dóri Árna: Ef maður misstígur sig einu sinni þá ertu búinn
Davíð Smári eftir magnaðan sigur: Þetta er fótboltaleikur, það eru tilfinningar
Haddi: Gerum glórulaus mistök
Rúnar Kristins: Baráttuandinn og viljinn til staðar
Sjáðu síðasta víti Stjörnunnar og stemninguna hjá Kára í Akraneshöllinni
Hektor Bergmann: Þetta er besta tilfinning í heimi
   fös 16. maí 2025 23:26
Stefán Marteinn Ólafsson
Gunnar Heiðar: Héldum ekki áfram að gera það sem við erum góðir í
Lengjudeildin
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkinga
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkinga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Njarðvík tók á móti ÍR á JBÓ vellinum þegar þriðja umferð Lengjudeildarinnar hóf göngu sína í kvöld.


Lestu um leikinn: Njarðvík 1 -  1 ÍR

„Vonbrigði. Ég er bara alls ekki nægilega sáttur við þennan leik" sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkinga eftir leik.

„Fyrri hálfleikur fannst mér flottur. Við spiluðum vel og skorum mark sem er dæmt rangstætt, ég veit ekki alveg hvernig það gerðist eða afhverju það var rangstaða en það er eins og það er" 

„Mér fannst við spila meira boltann okkar þá. Mér fannst við spila boltanum meðfram jörðinni og vorum að finna þessi svæði sem að við erum að leita að. Það vantaði kannski herslumuninn á síðustu sendingum og þessum síðustu slúttum" 

„ÍR var að henda sér fyrir allt hérna og bjarga þarna nokkrum sinnum góðum tækifærum frá okkur til þess að skora"

„Í seinni hálfleik þá komu þeir út og þá fannst mér við svolítið bara fara, kannski vorum við þreyttir en við fórum svolítið bara í þeirra leik. Langir boltar og reyna að fara vinna einhverja seinni bolta. Svolítið svona hálofta fótbolti fannst mér og það er það sem ég er ósáttur við að við héldum ekki áfram að gera það sem við erum góðir í" 

Njarðvík fékk vítaspyrnu undir lok leiks sem þeir klikkuðu á en þetta var þriðja vítaspyrnan í röð sem Njarðvíkingar brenna af á þessu tímabili. 

„Þó að víti gefi þér góðan möguleika á að skora að þá þýðir það ekki að það sé alltaf mark. Fyrir mitt leyti þá er þetta helvíti súrt"

„Persónulega þá vildi ég það að Oumar myndi taka þessa vítaspyrnu. Hann tók hana síðast og skaut í slánna og sendi markmanninn í vitlaust horn en hann tekur bara tapaðri vítaspyrnu núna. Dominik tapaði vítaspyrnu í fyrsta leik þar sem við hefðum getað farið í 2-1 stöðuna líka, það sama og gerist í dag"

„Það er augljóst að við þurfum að fara kíkja á það að æfa þetta líka þó ég haldi það að ég sé með öruggar vítaskyttur í þessu liði þá er þetta kannski komið inn í hausinn á sumum leikmönnum hérna hjá mér" 

Nánar er rætt við Gunnar Heiðar Þorvaldsson í spilranum hér fyrir ofan.


Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Njarðvík 3 1 2 0 7 - 3 +4 5
2.    Fylkir 3 1 2 0 4 - 2 +2 5
3.    HK 3 1 2 0 3 - 2 +1 5
4.    ÍR 3 1 2 0 3 - 2 +1 5
5.    Þór 2 1 1 0 5 - 2 +3 4
6.    Þróttur R. 2 1 1 0 2 - 1 +1 4
7.    Keflavík 2 1 0 1 3 - 2 +1 3
8.    Selfoss 2 1 0 1 2 - 3 -1 3
9.    Fjölnir 3 0 2 1 5 - 7 -2 2
10.    Grindavík 2 0 1 1 4 - 5 -1 1
11.    Leiknir R. 3 0 1 2 2 - 6 -4 1
12.    Völsungur 2 0 0 2 1 - 6 -5 0
Athugasemdir