Liverpool berst við spænsku risana um Wharton - Nkunku orðaður við Liverpool - Rodrygo í enska boltann?
   lau 17. maí 2025 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Leeds reynir við reynslumikinn markaskorara
Mynd: EPA
Leeds er að reyna styrkja leikmannahóp sinn fyrir komandi átök í ensku úrvalsdeildinni en liðið komst upp úr Championship deildinni í vor.

Félagið hefur verið orðað við Tomas Soucek, Tékkann á miðju West Ham, og í dag er félagið orðað við Callum Wilson.

Wilson er 88 marka maður í ensku úrvalsdeildinni og hefur verið hjá Newcastle frá árinu 2020 en þá kom hann frá Bournemouth.

Hann er 33 ára Englendingur sem á að baki níu A-landsleiki. Hann hefur komið við sögu í 15 úrvalsdeildarleikum á tímabilinu en ekki náð að skora. Hann er varaskeifa hjá Newcastle fyrir Alexander Isak og verður samningslaus í sumar.
Athugasemdir
banner
banner