Halldór Páll Geirsson, sem fékk félagaskipti í ÍBV í vetur og spilaði með liðinu í deildabikarnum, hefur fengið félagaskipti aftur í KFS og getur verið til taks í 3. deildinni í sumar.
KFS er í 4. deild og er nú með þrjá markmenn sem geta barist um stöðuna. Dagur Einarsson fékk að líta rauða spjaldið í fyrstu umferðinni og inn á kom Guðjón Orri Sigurjónsson. Núna bætist Halldór Páll við flóruna.
KFS er í 4. deild og er nú með þrjá markmenn sem geta barist um stöðuna. Dagur Einarsson fékk að líta rauða spjaldið í fyrstu umferðinni og inn á kom Guðjón Orri Sigurjónsson. Núna bætist Halldór Páll við flóruna.
KFS hefur fengið nokkra öfluga leikmenn frá ÍBV að undanförnu. Karl Jóhann Örlygsson, Heiðmar Þór Magnússon, Sigurður Valur Sigursveinsson, Eyþór Daði Kjartansson og Breki Ómarsson eru á meðal þeirra sem KFS fékk frá ÍBV.
KFS tapaði 7-0 gegn KÁ í 1. umferðinni og mætir næst Vængjum Júpíters næsta laugardag.
Athugasemdir