Liverpool berst við spænsku risana um Wharton - Nkunku orðaður við Liverpool - Rodrygo í enska boltann?
   lau 17. maí 2025 10:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Glasner fyrir úrslitaleikinn: Þetta er æskudraumur
Mynd: EPA
Úrslitaleikur enska bikarsins fer fram í dag þegar Manchester City og Crystal Palace eigast við á Wembley.

Man City hefur unnið bikarinn sjö sinnum en Crystal Palace á enn eftir að vinna hann.

„Skilaboðin eru að halda í styrkleikana, spila eins og við viljum. Planið gekk upp gegn Fulham og aftur gegn Aston Villa, við breytum engu. Við höfum auðvitað skoðað Man City en við vitum hvað við getum og hvað við viljum," sagði Oliver Glasner, stjóri Crystal Palace.

Palace er í 12. sæti úrvalsdeildarinnar en liðið kemur fullt sjálfstrausts inn í leikinn eftir 2-0 sigur á Tottenham um síðustu helgi.

„Það er pressa þegar maður er að reyna halda sér uppi, þegar maður er að spila fyrir framtíðina sína. Að spila í úrslitaleik þýðir að þú getir náð ótrúlegum árangri. Þetta er það sem viðspilum fyrir, þetta er æskudraumur," sagði Glasner.
Athugasemdir
banner
banner