Liverpool berst við spænsku risana um Wharton - Nkunku orðaður við Liverpool - Rodrygo í enska boltann?
   lau 17. maí 2025 12:30
Elvar Geir Magnússon
Lagði Milan í úrslitum og er nú orðaður við félagið
Tekur Italiano við Milan?
Tekur Italiano við Milan?
Mynd: EPA
Vincenzo Italiano er sterklega orðaður við stjórastarf AC Milan og Gazzetta dello Sport segir að ítalska stórliðið gæti skipt Sergio Conceicao út fyrir hann.

Italiano er stjóri Bologna sem vann 1-0 sigur gegn AC Milan í bikarúrslitaleiknum á Ítalíu í vikunni. Þetta var sögulegur sigur fyrir Bologna sem vann sinn fyrsta alvöru titil í 51 ár.

Blaðamaðurinn Andrea Ramazzotti segir að stjórnarmenn AC Milan hafi verið hrifnir af nálgun Italiano í úrslitaleiknum.

„Hann er ekki með sömu reynslu og menn eins og Ancelotti og Allegri en hann veit hvernig á að halda sínu liði einbeittu til að ná markmiðum sínum," segir Ramazzotti.

Italiano er samningsbundinn Bologna út næsta tímabil en er með tilboð um framlengingu í eitt ár til viðbótar.

Hann er ekki eini stjórinn sem er orðaður við Milan en liðið er í níunda sæti og tímabilið verið vonbrigði. Maurizio Sarri, Massimiliano Allegri og Gian Piero Gasperini eru einnig orðaðir við starfið.

Félagið hyggst hafa öflugan kjarna ítalskra leikmanna en auk Chiesa er það með augastað á Lorenzo Pellegrini hjá Roma.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 36 23 9 4 57 27 +30 78
2 Inter 36 23 8 5 75 33 +42 77
3 Atalanta 36 21 8 7 73 32 +41 71
4 Juventus 36 16 16 4 53 33 +20 64
5 Lazio 36 18 10 8 59 46 +13 64
6 Roma 36 18 9 9 51 34 +17 63
7 Bologna 36 16 14 6 54 41 +13 62
8 Milan 36 17 9 10 58 40 +18 60
9 Fiorentina 36 17 8 11 54 37 +17 59
10 Como 36 13 9 14 48 49 -1 48
11 Torino 36 10 14 12 39 42 -3 44
12 Udinese 36 12 8 16 39 51 -12 44
13 Genoa 36 9 13 14 32 45 -13 40
14 Cagliari 36 8 9 19 37 54 -17 33
15 Verona 36 9 6 21 31 64 -33 33
16 Parma 36 6 14 16 41 56 -15 32
17 Venezia 36 5 14 17 30 50 -20 29
18 Empoli 36 5 13 18 29 56 -27 28
19 Lecce 36 6 10 20 25 58 -33 28
20 Monza 36 3 9 24 27 64 -37 18
Athugasemdir