Liverpool berst við spænsku risana um Wharton - Nkunku orðaður við Liverpool - Rodrygo í enska boltann?
   lau 17. maí 2025 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gæti endað á því að snúa ekki aftur til Arsenal
Mynd: EPA
Það verður nóg að gera á markaðnum hjá Arsenal í sumar, félagið vill fá inn framherja og styrkja hópinn almennt fyrir átökin næsta vetur.

Fabio Vieira er sóknarsinnaður miðjumaður sem hefur verið á láni hjá Porto á tímabilinu. Lánssamningurinn rennur út eftir tímabilið og þá ætti Vieira að snúa aftur til London. En möguleiki er á því að það muni ekki gerast.

Portúgalski landsliðsmaðurinn er leikmaður sem Andre Villas-Boas, forseti Porto, heldur mikið upp á og vill halda í Portúgal.

Vieira var keyptur til Arsenal 2022 á 30 milljónir punda. Hann hefur skorað fimm mörk í vetur og átti að spila með Porto á HM félagsliða í sumar áður en hann myndi snúa til baka til Arsenal.

Samkvæmt portúgölskum miðlum er möguleiki á að hann haldi kyrru fyrir í Portúgal. Þar segir að Villas-Boas sé í viðræðum við Arsenal, möguleiki er á því að lánið verði framlengt eða hann hreinlega keyptur til Porto.


Athugasemdir
banner
banner
banner