Liverpool berst við spænsku risana um Wharton - Nkunku orðaður við Liverpool - Rodrygo í enska boltann?
   lau 17. maí 2025 18:01
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lengjudeildin: Ótrúleg endurkoma Völsungs á Selfossi
Lengjudeildin
Mynd: Völsungur
Selfoss 1 - 2 Völsungur
1-0 Frosti Brynjólfsson ('48 )
1-0 Jón Vignir Pétursson ('72 , misnotað víti)
1-1 Eysteinn Ernir Sverrisson ('90 , sjálfsmark)
1-2 Elfar Árni Aðalsteinsson ('90 , víti)
Lestu um leikinn

Liðin sem komu upp úr 2. deildinni, Selfoss og Völsungur, mættust í 3. umferð Lengjudeildarinnar í dag. Frosti Brynjólfsson komst í gott færi eftir rúman stundafjórðung en varnarmenn Völsungs náðu að henda sér fyrir á síðustu stundu.

Ismael Salmi Yagoub, leikmaður Völsungs, átti skot af löngu færi í uppbótatíma en boltinn fór rétt framhjá.

Selfyssingar brutu ísinn strax í upphafi seinni hálflieiks. Frosti kom boltanum í netið eftir mikið klafs inn á teig Völsungs. Frosti fékk tækifæri til að bæta við marki stuttu síðar en hann átti skot yfir af stuttu færi.

Selfoss fékk vítaspyrnu en Ívar Arnbro Þórhallsson varði frá Jóni Vigni Péturssyni.

Þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma jafnaði Völsungur metin. Það var ansi klaufalegt sjálfsmark hjá Eysteini Erni Sverrissyni en hann setti boltann í eigið net þegar hann ætlaði að reyna hreinsa frá.

Stuttu síðar fékk Völsungur vítaspyrnu og Elfar Árni Aðalsteinsson skoraði og tryggði liðinu svakalega dramatískan sigur.

Fyrstu stig Völsungs í Lengjudeildinni komin í hús og liðið stekkur upp í 9. sæti. Selfoss er í 8. sæti.
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Njarðvík 3 1 2 0 7 - 3 +4 5
2.    Fylkir 3 1 2 0 4 - 2 +2 5
3.    HK 3 1 2 0 3 - 2 +1 5
4.    ÍR 3 1 2 0 3 - 2 +1 5
5.    Þór 2 1 1 0 5 - 2 +3 4
6.    Þróttur R. 2 1 1 0 2 - 1 +1 4
7.    Keflavík 2 1 0 1 3 - 2 +1 3
8.    Selfoss 3 1 0 2 3 - 5 -2 3
9.    Völsungur 3 1 0 2 3 - 7 -4 3
10.    Fjölnir 3 0 2 1 5 - 7 -2 2
11.    Grindavík 2 0 1 1 4 - 5 -1 1
12.    Leiknir R. 3 0 1 2 2 - 6 -4 1
Athugasemdir
banner
banner