
Það var ótrúlegur leikur á Selfossi í dag þegar Völsungur lagði heimamenn með tveimur mörkum í uppbótatíma.
„Þetta var frekar lokaður fyrri hálfleikur en við eigum að kála þessum leik í seinni hálfleik. Fengum fjóra til fimm dauða sénsa. Brennum af víti í stöðunni 1-0 og síðan notar Elfar alla sína reynslu til að fiska þetta víti í lokin, það er sorg í því en svona er þetta stundum," sagði Bjarni.
„Það er ekki hægt að kenna eium né neinum um þetta nema okkur sjálfum. Við fórum illa með góðan leik, sérstaklega í seinni hálfleik."
Elfar Árni Aðalsteinsson tryggði Völsungi sigurinn með marki úr vítaspyrnu. Bjarni var ekki sáttur að vítaspyrnan skildi hafa verið dæmd.
„Þetta virtist vera klafs og sá sem öskraði hærra fékk spyrnuna," sagði Bjarni.
Athugasemdir