Liverpool berst við spænsku risana um Wharton - Nkunku orðaður við Liverpool - Rodrygo í enska boltann?
   lau 17. maí 2025 19:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Glasner stóð við stóru orðin - „Trúi þessu ekki"
Mynd: EPA
Crystal Palace vann sinn fyrsta risatitil í dag þegar liðið lagði Man City í úrslitum enska bikarsins.

Liðin mættust síðast í deildinni 12. apríl þar sem Man City vann 5-2. Glasner var spurður að því eftir þann leik hvort hann væri bjartsýnn ef liðin myndu mætast í úrslitum bikarsins.

„Ég sagði við Pep eftir leikinn að ef við hittumst aftur getur þú ekki spilað sama kerfi því við munum leysa það," sagði Glasner eftir

„Í hreinskilni sagt trúi ég þessu ekki því ef þú spilar þennan leik tíu sinnum vinnur maður einu sinni. Við vorum með frábæran markmann, frábært hugarfar og samheldni. Ég er mjög stoltur af liðinu og öllu starfsfólkinu," sagði Glasner eftir leikinn í kvöld.
Athugasemdir