Arne Slot, stjóri Liverpool, hefur skorað á Federico Chiesa, leikmann liðsins, að sýna að hann eigi framtíð hjá félaginu eftir vonbrigða tímabil.
Ítalinn var eini leikmaðurinn sem kom nýr inn í leikmannahópinn síðasta sumar. Hann hefur einungis fengið 41 mínútu í úrvalsdeildinni í vetur og var ekki einu sinni í hópnum gegn Arsenal síðasta sunnudag.
Ítalinn var eini leikmaðurinn sem kom nýr inn í leikmannahópinn síðasta sumar. Hann hefur einungis fengið 41 mínútu í úrvalsdeildinni í vetur og var ekki einu sinni í hópnum gegn Arsenal síðasta sunnudag.
Liverpool keypti kantmanninn frá Juventus á 10 milljónir punda síðasta ágúst en kom ekki í standi eftir að hafa verið settur í frystinn hjá Thiago Motta hjá Juve og náði ekki undirbúningstímabilinu.
Hann var í eltingarleik með að ná sér í stand og náði svo ekki að vinna sig inn í Liverpool liðið.
Slot var spurður út í Chiesa á fréttamannfundi í gær. „Á hann framtíð hér? Já, klárlega. Ég held að allir sem eru að spila með okkur eigi framtíð hér."
„Á næsta tímabili, ef hann kemur í toppstandi, sem hann náði ekki fyrri hluta tímabilsins en hefur verið að komast í betra og betra form. Næsta skref hefði átt að vera leiktími en ég gat ekki gefið honum hann."
„En ég get gefið honum mínútur á undirbúningstímabilinu, hann getur byggt sig upp og svo farið enn lengra. Undirbúningstímabilið gefur (honum og öðrum leikmönnum sem eru að reyna brjótast inn í liðið) tækifæri til að sýna sig aftur," sagði Slot. Hollenski stjórinn hefur áður sagt að Luis Diaz, Cody Gakpo og Mo Salah hafi átt skilið þá trú sem hann hafði á þeim, en Chiesa er í samkeppni við þá um mínútur.
Athugasemdir