Liverpool berst við spænsku risana um Wharton - Nkunku orðaður við Liverpool - Rodrygo í enska boltann?
   lau 17. maí 2025 09:35
Elvar Geir Magnússon
Liverpool berst við spænsku risana um leikmann
Powerade
Adam Wharton, miðjumaður Crystal Palace.
Adam Wharton, miðjumaður Crystal Palace.
Mynd: EPA
Nkunku er orðaður við Liverpool.
Nkunku er orðaður við Liverpool.
Mynd: Leiknir
Bikarúrslitaleikur, Eurovision og fótboltaslúður í boði þennan sólríka laugardag. Miðjumaðurinn Adam Wharton er eftirsóttur og ensk úrvalsdeildarfélög hafa rætt við umboðsmenn Rodrygo.

Liverpool ætlar að berjast við Real Madrid og Barcelona um Adam Wharton (21), miðjumann Crystal Palace og enska landsliðsins, sem er metinn á 60 milljónir punda. (Daily Mail)

Kaup á franska framherjanum Christopher Nkunku (27) frá Chelsea gæti einnig verið hluti af sumaráætlunum Liverpool. (Footmercato)

Úlfarnir leggja aukna áherslu á að reyna að fá enska miðjumanninn Harvey Elliott (22) frá Liverpool. (GiveMespor)

Ensku úrvalsdeildarfélögin Chelsea, Manchester City og Arsenal hafa þegar átt í viðræðum við umboðsmenn brasilíska framherjans Rodrygo (24) sem hefur færst aftar í goggunarröðinni hjá Real Madrid. (Fichajes)

Aston Villa vonast til að fá franska varnarmanninn Axel Disasi (27) lánaðan frá Chelsea í sumar. (Footmercato)

Chelsea hefur sett saman lista yfir mögulega miðverði sem félagið gæti fengið. Jarrad Branthwaite (22) hjá Everton og Marc Guehi (24) hjá Crystal Palace eru á listanum. (Sky Sports)

Guehi er tilbúinn að klára samning sinn til að tryggja sér draumaskipti til Barcelona eða Real Madrid á frjálsri sölu. (Sun)

Aston Villa gæti fengið spænska sóknarleikmanninn ??Ferran Torres (25) frá Barcelona fyrir um 42 milljónir punda í sumarglugganum. Torres er fyrrum leikmaður Manchester City. (Birmingham Mail)

Southampton hefur áhuga á hægri bakverðinum Max Johnston (21) hjá Sturm Graz en skoski landsliðsmaðurinn er sagður vera fáanlegur fyrir 3 milljónir punda. (Sky Sports)

Wrexham er að íhuga að fá Lewis O'Brien (26), miðjumann Nottingham Forest sem er nú á láni hjá Swansea City, eftir að liðið komst upp í Championship-deildina. (Football League World)
Athugasemdir
banner
banner