Liverpool berst við spænsku risana um Wharton - Nkunku orðaður við Liverpool - Rodrygo í enska boltann?
   lau 17. maí 2025 17:31
Elvar Geir Magnússon
Þýskaland: Dortmund vann sex af síðustu sjö og komst í Meistaradeildina
Dortmund náði Meistaradeildarsæti.
Dortmund náði Meistaradeildarsæti.
Mynd: EPA
Xabi Alonso kvaddi.
Xabi Alonso kvaddi.
Mynd: EPA
 Celina Cerci í Hoffenheim varð markadrottning þýska boltans og Harry Kane í Bayern München markakóngur.
Celina Cerci í Hoffenheim varð markadrottning þýska boltans og Harry Kane í Bayern München markakóngur.
Mynd: EPA
Lokaumferð þýsku Bundesligunnar var leikin í dag. Borussia Dortmund rúllaði yfir Holstein Kiel 3-0 og náði þar með fjórða sætinu, síðasta sætinu í Meistaradeildina.

Dortmund, undir stjórn Niko Kovac, átti frábæran endasprett á tímabilinu og vann sex af síðustu sjö leikjum sínum. Liðið stökk þar með upp úr 10. sæti í það fjórða og endaði með 57 stig, tveimur stigum á undan Freiburg sem tapaði 3-1 gegn Eintracht Frankfurt sem endaði í þriðja sæti. Freiburg fer í Evrópudeildina.

Leikmenn Dortmund fá nú tveggja vikna frí áður en þeir mæta aftur til vinnu í júní og búa sig undir HM félagsliða.

RB Leipzig missti af Evrópusæti með því að enda í sjöunda sæti en Mainz endaði í sjötti og fer í Sambandsdeildina. Heidenheim endaði í 16. sæti eftir 4-1 tap heima gegn Werder Bremen og fer í umspil um að halda sæti sínu.

Xabi Alonso kvaddi stuðningsmenn Bayer Leverkusen í 2-2 jafntefli gegn Mainz. Hann gerði Leverkusen að Þýskalandsmeisturum í fyrra en er nú að taka við Real Madrid.

Bayern München, sem tryggði sér titilinn fyrir tveimur vikum, vann Hoffenheim 4-0 í lokaumferðinni. Harry Ken kom af bekknum og skoraði síðasta mark leiksins en annað tímabilið í röð endaði hann sem markakóngur þýsku deildarinnar.

RB Leipzig 2 - 3 Stuttgart
1-0 Xavi Simons ('8 )
1-1 Deniz Undav ('23 )
2-1 Ridle Baku ('44 )
2-2 Nick Woltemade ('57 )
2-3 Ermedin Demirovic ('78 )

Borussia Dortmund 3 - 0 Holstein Kiel
1-0 Serhou Guirassy ('3 , víti)
2-0 Marcel Sabitzer ('47 )
3-0 Felix Nmecha ('73 )
Rautt spjald: Carl Johansson, Holstein Kiel ('9)

Hoffenheim 0 - 4 Bayern München
0-1 Michael Olise ('33 )
0-2 Joshua Kimmich ('53 )
0-3 Serge Gnabry ('80 )
0-4 Harry Kane ('86 )

Heidenheim 1 - 4 Werder Bremen
0-1 Romano Schmid ('14 , víti)
0-2 Jens Stage ('33 )
0-3 Marvin Ducksch ('66 )
1-3 Luca Kerber ('80 )
1-4 Keke Topp ('86 )

Freiburg 1 - 3 Eintracht Frankfurt
1-0 Ritsu Doan ('27 )
1-1 Ansgar Knauff ('45 )
1-2 Rasmus Kristensen ('61 )
1-3 Ellyes Skhiri ('63 )

Augsburg 1 - 2 Union Berlin
1-0 Phillip Tietz ('41 )
1-1 Andrej Ilic ('69 )
1-2 Andrej Ilic ('90 )

Mainz 2 - 2 Bayer Leverkusen
1-0 Paul Nebel ('35 )
1-1 Patrik Schick ('49 , víti)
1-2 Patrik Schick ('54 )
2-2 Jonathan Michael Burkardt ('63 , víti)

Borussia Mönchengladbach 0 - 1 Wolfsburg
0-1 Lukas Nmecha ('51 )

St. Pauli 0 - 2 Bochum
0-1 Myron Boadu ('10 )
0-2 Myron Boadu ('66 )
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 34 25 7 2 99 32 +67 82
2 Leverkusen 34 19 12 3 72 43 +29 69
3 Eintracht Frankfurt 34 17 9 8 68 46 +22 60
4 Dortmund 34 17 6 11 71 51 +20 57
5 Freiburg 34 16 7 11 49 53 -4 55
6 Mainz 34 14 10 10 55 43 +12 52
7 RB Leipzig 34 13 12 9 53 48 +5 51
8 Werder 34 14 9 11 54 57 -3 51
9 Stuttgart 34 14 8 12 64 53 +11 50
10 Gladbach 34 13 6 15 55 57 -2 45
11 Wolfsburg 34 11 10 13 56 54 +2 43
12 Augsburg 34 11 10 13 35 51 -16 43
13 Union Berlin 34 10 10 14 35 51 -16 40
14 St. Pauli 34 8 8 18 28 41 -13 32
15 Hoffenheim 34 7 11 16 46 68 -22 32
16 Heidenheim 34 8 5 21 37 64 -27 29
17 Holstein Kiel 34 6 7 21 49 80 -31 25
18 Bochum 34 6 7 21 33 67 -34 25
Athugasemdir
banner