Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
   mán 27. maí 2024 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Eftirsóttasti stjóri Evrópu ætlar að framlengja við Ipswich
Kieran McKenna.
Kieran McKenna.
Mynd: Getty Images
Það eru frekar stór tíðindi að berast frá Bretlandseyjum því núna virðist Kieran McKenna ætla að skrifa undir nýjan langtímasamning við Ipswich Town.

McKenna hefur á síðustu dögum verið orðaður við Brighton, Chelsea og Manchester United.

McKenna, sem var áður í þjálfarateymi Man Utd, tók við Ipswich í lok árs 2021 og hefur gert frábæra hluti með liðið; hefur komið því upp um tvær deildir á tveimur árum og á næsta tímabili er það enska úrvalsdeildin.

David Ornstein, sem er einn áreiðanlegasti blaðamaður Bretlandseyja, segir að hinn 38 ára gamli McKenna ætli að skrifa undir nýjan samning við Ipswich.

Það verður þá kannski sérstaklega áhugavert að sjá hvað Man Utd ætlar að gera ef Erik ten Hag verður rekinn eins og fjallað hefur verið um. Chelsea virðist ætla að ráða Enzo Maresca, stjóra Leicester.
Athugasemdir
banner
banner
banner