Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   mán 27. maí 2024 14:30
Elvar Geir Magnússon
Norwich vill ráða 35 ára Dana sem nýjan stjóra
 Johannes Hoff Thorup.
Johannes Hoff Thorup.
Mynd: EPA
Norwich City vonast til að ráða Johannes Hoff Thorup stjóra Nordsjælland sem nýjan stjóra sinn áður en vikunni lýkur.

Þessi 35 ára Dani er í viðræðum við Kanarífuglana um að taka við af David Wagner sem var rekinn degi eftir að Norwich tapaði gegn Leeds í undanúrslitum umspils Championship-deildarinnar.

Norwich endaði í sjötta sæti deildarinnar undir stjórn Wagner.

Thorup hefur verið við stjórnvölinn hjá Nordsjælland síðan í janúar 2023 þegar hann fékk stöðuhækkun úr starfi aðstoðarþjálfara.

Hann stýrði liðinu í annað sæti dönsku deildarinnar á síðasta tímabili. Á þessu tímabili kom hann liðinu í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar og endaði liðið í fjórða sæti í deildinni.
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Middlesbrough 5 4 1 0 9 3 +6 13
2 Stoke City 5 4 0 1 9 3 +6 12
3 Bristol City 5 3 2 0 12 4 +8 11
4 Leicester 5 3 1 1 8 5 +3 10
5 West Brom 5 3 1 1 6 4 +2 10
6 Coventry 5 2 3 0 15 7 +8 9
7 Swansea 5 2 2 1 6 4 +2 8
8 Preston NE 5 2 2 1 6 5 +1 8
9 Portsmouth 5 2 2 1 4 3 +1 8
10 Norwich 5 2 1 2 7 6 +1 7
11 Birmingham 5 2 1 2 4 5 -1 7
12 QPR 5 2 1 2 9 12 -3 7
13 Millwall 5 2 1 2 4 7 -3 7
14 Ipswich Town 5 1 3 1 9 5 +4 6
15 Blackburn 5 2 0 3 5 5 0 6
16 Southampton 5 1 3 1 6 6 0 6
17 Watford 5 1 2 2 5 6 -1 5
18 Charlton Athletic 5 1 2 2 3 5 -2 5
19 Derby County 5 1 2 2 8 11 -3 5
20 Hull City 5 1 2 2 7 11 -4 5
21 Wrexham 5 1 1 3 8 10 -2 4
22 Oxford United 5 0 2 3 6 9 -3 2
23 Sheff Wed 5 0 1 4 3 12 -9 1
24 Sheffield Utd 5 0 0 5 1 12 -11 0
Athugasemdir
banner