Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
   mán 27. maí 2024 14:30
Elvar Geir Magnússon
Norwich vill ráða 35 ára Dana sem nýjan stjóra
 Johannes Hoff Thorup.
Johannes Hoff Thorup.
Mynd: EPA
Norwich City vonast til að ráða Johannes Hoff Thorup stjóra Nordsjælland sem nýjan stjóra sinn áður en vikunni lýkur.

Þessi 35 ára Dani er í viðræðum við Kanarífuglana um að taka við af David Wagner sem var rekinn degi eftir að Norwich tapaði gegn Leeds í undanúrslitum umspils Championship-deildarinnar.

Norwich endaði í sjötta sæti deildarinnar undir stjórn Wagner.

Thorup hefur verið við stjórnvölinn hjá Nordsjælland síðan í janúar 2023 þegar hann fékk stöðuhækkun úr starfi aðstoðarþjálfara.

Hann stýrði liðinu í annað sæti dönsku deildarinnar á síðasta tímabili. Á þessu tímabili kom hann liðinu í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar og endaði liðið í fjórða sæti í deildinni.
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Leicester 46 31 4 11 89 41 +48 97
2 Ipswich Town 46 28 12 6 92 57 +35 96
3 Leeds 46 27 9 10 81 43 +38 90
4 Southampton 46 26 9 11 87 63 +24 87
5 West Brom 46 21 12 13 70 47 +23 75
6 Norwich 46 21 10 15 79 64 +15 73
7 Hull City 46 19 13 14 68 60 +8 70
8 Middlesbrough 46 20 9 17 71 62 +9 69
9 Coventry 46 17 13 16 70 59 +11 64
10 Preston NE 46 18 9 19 56 67 -11 63
11 Bristol City 46 17 11 18 53 51 +2 62
12 Cardiff City 46 19 5 22 53 70 -17 62
13 Millwall 46 16 11 19 45 55 -10 59
14 Swansea 46 15 12 19 59 65 -6 57
15 Watford 46 13 17 16 61 61 0 56
16 Sunderland 46 16 8 22 52 54 -2 56
17 Stoke City 46 15 11 20 49 60 -11 56
18 QPR 46 15 11 20 47 58 -11 56
19 Blackburn 46 14 11 21 60 74 -14 53
20 Sheff Wed 46 15 8 23 44 68 -24 53
21 Plymouth 46 13 12 21 59 70 -11 51
22 Birmingham 46 13 11 22 50 65 -15 50
23 Huddersfield 46 9 18 19 48 77 -29 45
24 Rotherham 46 5 12 29 37 89 -52 27
Athugasemdir
banner