Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 27. júní 2022 10:40
Elvar Geir Magnússon
Hallur átti að vera búinn að fá rautt áður en hann skoraði sigurmark KR
Hallur Hansson.
Hallur Hansson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Færeyski landsliðsfyrirliðinn Hallur Hansson skoraði eina mark leiksins þegar KR vann 1-0 útisigur gegn Njarðvík úr 2. deild í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í gær.

Hallur hefði hinsvegar átt að vera búinn að fá rautt spjald fyrr í leiknum en slapp með gult spjald. Hann sparkaði aftan í Einar Orra Einarsson á 77. mínútu áður en hann skoraði svo sigurmarkið, með glæsilegu skoti, á 84. mínútu.

„Þetta er rautt spjald og ekkert annað, þetta er skandall. Ef hann sér hvað fer fram þá á hann að dæma rautt spjald og ekkert annað. Þetta eru stór mistök hjá dómurunum. Hann sér að eitthvað er í gangi en sér það ekki nákvæmlega því annars hefði þetta verið beint rautt spjald," sagði Magnús Gylfason sem lýsti leiknum á RÚV 2.

Hægt er að sjá atvikið á 01:48:25 með því að smella hér en sigurmarkið glæsilega er á 01:54:55.

Pétur Guðmundsson dæmdi leikinn en aðstoðardómarinn Guðmundur Ingi Bjarnason var í góðri stöðu til að sjá atvikið þegar Hallur slapp frá rauðu spjaldi.

Pétur dómari fékk 4 í einkunn í skýrslu leiksins hér á Fótbolta.net.

„Það að hafa ekki sent Hall Hansson í sturtu fyrir klárt ásetningsbrot sem reyndist síðar vera hetja KR í leiknum dregur Pétur niður fyrir rauðu línuna í kvöld. Mistök þarna sem höfðu síðar áhrif á úrslit leiksins," skrifaði Stefán Marteinn Ólafsson.
Athugasemdir
banner
banner
banner