Íþróttafréttamenn BBC velta því fyrir sér hvort Liverpool gæti farið út á félagaskiptamarkaðinn til að fá inn hægri bakvörð áður en glugganum verður lokað á mánudagskvöld.
Conor Bradley meiddist á hné fyrr í þessum mánuði og spilar ekki meira á tímabili.
Jeremie Frimpong fór svo meiddur af velli í byrjun Meistaradeildarleiksins gegn Qarabag í gær. Hann er meiddur á nára en þetta eru hans þriðju vöðvameiðsli á tímabilinu.
Wataru Endo kom inn af bekknum og fyllti í stöðu hægri bakvarðar í fyrsta sinn á tímabilinu.
Conor Bradley meiddist á hné fyrr í þessum mánuði og spilar ekki meira á tímabili.
Jeremie Frimpong fór svo meiddur af velli í byrjun Meistaradeildarleiksins gegn Qarabag í gær. Hann er meiddur á nára en þetta eru hans þriðju vöðvameiðsli á tímabilinu.
Wataru Endo kom inn af bekknum og fyllti í stöðu hægri bakvarðar í fyrsta sinn á tímabilinu.
Frimpong verður frá í einhvern tíma. Dominik Szoboszlai hefur fyrr á tímabilinu fyllt vel í skarðið í hægri bakverði en Liverpool vill væntanlega frekar nýta krafta hans miðsvæðis.
Calvin Ramsey er annar möguleiki en spurning hversu mikið treyst Arne Slot er til í að setja á þennan fyrrum leikmann Aberdeen.
Athugasemdir




