Bayern gerir lokatilraun til að fá Palhinha - Barcelona og PSG vilja Alvarez - Verður Isak áfram hjá Newcastle?
   fim 27. júní 2024 09:55
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Morgunblaðið 
Kallar eftir afsökunarbeiðni frá Vestra - „Fyrst og fremst róg­b­urður“
Bjarni Helgason, íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu.
Bjarni Helgason, íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Eft­ir að hafa skoðað öll gögn máls­ins þá er ekki hægt að ætla neitt annað en að allt tal um kynþátt­aníð í Árbæn­um sé fyrst og fremst róg­b­urður. Vestra­menn ættu að sjá sóma sinn í því að biðjast af­sök­un­ar á fram­ferði sínu og að hafa sakað Árbæ­inga um kynþátt­aníð frammi fyr­ir alþjóð," skrifar Bjarni Helgason íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu í skoðanapistli í blaði dagsins.

KSÍ tilkynnti í vikunni að sambandið myndi ekki aðhafast frekar í ásökunum Vestra um kynþáttaníð af hendi leikmanns Fylkis í viðureign liðanna nýlega.

„Kynþátt­aníð á og er ekki eitt­hvað spil, átta í Ólsen, sem þú get­ur spilað þegar þínu liði geng­ur illa og úr­slit­in eru ekki þér í hag," skrifar Bjarni en Fylkir vann umræddan leik.

Hann segir að Davíð Smára Lamude, þjálfara Vestra, hafi augljóslega verið heitt í hamsi þegar hann sakaði Fylkismenn um kynþáttaníð í viðtali við Stöð 2 Sport eftir leikinn.

„Það ætti að vera öll­um ljóst að það að ásaka ein­hvern um kynþátt­aníð er háal­var­legt. Kynþátt­aníð er eitt­hvað sem á ekki að sjást í fót­bolt­an­um og bless­un­ar­lega hef­ur ís­lenski bolt­inn verið nán­ast laus við kynþátt­aníð frá því að ég man eft­ir mér í það minnsta," skrifa Bjarni en þess má geta að hann er stuðningsmaður Fylkis.
Athugasemdir
banner
banner