Eins og vel hefur verið fjallað um, þá er Orri Steinn Óskarsson á óskalista Englandsmeistara Manchester City.
City er að hugsa um hann sem leikmann sem gæti verið til vara fyrir markamaskínuna Erling Haaland.
City er að hugsa um hann sem leikmann sem gæti verið til vara fyrir markamaskínuna Erling Haaland.
Tipsbladet í Danmörku sótti gögn frá Opta og samkvæmt þeim gögnum virðist Orri vera hinn fullkomni staðgengill fyrir Haaland.
„Þó þeir spili augljóslega á mjög mismunandi stigum er leikstíll þeirra mjög svipaður," segir í grein Tipsbladet.
„Athyglisvert er að sá leikmaður sem Orri Steinn Óskarsson líkist mest samkvæmt samanburðartæki Opta er Erling Haaland frá tímabilinu 2021/22 þar sem hann lék með Borussia Dortmund. Það eru 89 prósent líkindi."
Orri Steinn, sem er 19 ára gamall, hefur farið feykilega vel af stað á nýju tímabili með FC Kaupmannnahöfn en hann er einn mest spennandi sóknarmaður í heimi um þessar mundir.
Athugasemdir