Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
   fim 27. nóvember 2025 14:30
Elvar Geir Magnússon
Madueke segir að gagnrýnin í sumar tilheyri fortíðinni
Noni Madueke.
Noni Madueke.
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Vængmaðurinn Noni Madueke segir að gagnrýnin sem kaupin á honum til Arsenal í sumar fengu hafi ekki haft mikil áhrif á sig.

Á samfélagsmiðlum var kassamerkið #NoToMadueke eða 'Nei við Madueke' vinsælt en margir stuðningsmenn voru ekki hrifnir af kaupunum á leikmanninum sem kostaði 48,5 milljónir punda frá Chelsea.

Madueke segir að þessi gagnrýni tilheyri fortíðinni en hann skoraði sitt fyrsta mark fyrir Arsenal í 3-1 sigrinum gegn Bayern München í Meistaradeildinni í gær.

„Þú ert opinber persóna sem er í sviðsljósinu. Fólk getur sagt það sem það vill um þig. En að vera á vellinum og fá þessar móttökur sem ég hef fengið er magnað," segir Madueke.

Madueke hefur misst af sex af tólf úrvalsdeildarleikjum Arsenal á þessu tímabili eftir að hafa meiðst á hné í 1-1 jafnteflinu við Manchester City í september. Hann mætti aftur og kom inn af bekknum í 4-1 sigrinum gegn Tottenham.

„Leikurinn gegn Tottenham var frábær og gaf mér innspýtingu. Ég spila á kantinum og er svo nálægt áhorfendum, ég heyri í þeim. Það gefur mér mikið þegar þeir eru jákvæðir í minn garð."

Arsenal er á toppi deildarinnar og mætir á sunnudaginn Chelsea, sem er í öðru sæti sex stigum á eftir. Leikurinn verður á Stamford Bridge.

„Ég fæ kannski óblíðar móttökur, kannski ekki. Ég er atvinnumaður. Ég hef spilað í allskonar andrúmslofti. Ég verð einbeittur að verkefninu. Leikurinn snýst ekki um mig, þetta snýst um að Arsenal taki annan sigur og færist nær markmiðinu."
Athugasemdir
banner