Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 28. janúar 2020 17:30
Elvar Geir Magnússon
Solskjær: Þurfum að rifja upp leikinn gegn PSG
Ole Gunnar Solskjær.
Ole Gunnar Solskjær.
Mynd: Getty Images
Á miðvikudagskvöld mun Manchester United mæta Manchester City í seinni undanúrslitaviðureign i deildabikarnum.

Ole Gunnar Solskjær, stjóri United, segist þurfa „fullkomna frammistöðu" frá sínum mönnum til að eiga möguleika en City vann 3-1 sigur í fyrri viðureigninni.

„Í hálfleik í fyrri hálfleiknum virtist einvíginu vera lokið. Við vorum yfirspilaðir á köflum og það var erfitt að horfa á það. En við náðum inn marki og vonuðumst eftir öðru," segir Solskjær.

„Nú þurfum við að leita í minnið og rifja upp sigurinn gegn Paris St-Germain. Við höfum náð svona endurkomum áður og leikurinn í desember gefur okkur von."

Solskjær er þar að vitna í það þegar PSG vann 2-0 á Old Trafford en United fór svo til Parísar og vann 3-1. United komst í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar á fleiri útivallarmörkum.

Paul Pogba og Scott McTominay eru enn að glíma við meiðsli, Solskjær segir að þeir snúi bráðlega aftur til æfinga.
Athugasemdir
banner
banner