Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 28. janúar 2023 10:00
Aksentije Milisic
Mourinho aftur til Chelsea? - Liverpool fylgist með Norðmanni
Powerade
Jose Mourinho.
Jose Mourinho.
Mynd: EPA
Sander Berge.
Sander Berge.
Mynd: Getty Images
Caicedo vill fara frá Brighton.
Caicedo vill fara frá Brighton.
Mynd: Getty Images
Bournemouth? Nei takk.
Bournemouth? Nei takk.
Mynd: Getty Images

Mourinho, Berge, Elanga, Caicedo, Bellingham, Gusto, Martinelli og fleiri góðir í slúðurpakkanum þennan laugardaginn. BBC tók allt það helsta saman.
_______________________________


Jose Mourinho, þjálfari Roma, er klár í að snúa aftur í ensku úrvaldeildina á næstu leiktíð. Hann vill fara aftur til Chelsea og taka við liðinu í þriðja skiptið. (Mail)

Real Madrid mun ekki reyna við Declan Rice (24) næsta sumar en leikmaðurinn er sagður hafa gefið Arsenal loforð um að gangað til liðs við Lundúnarliðið. (El Nacional)

Liverpool og Chelsea hafa áhuga á Sander Berge, 24 ára Norðmanni sem spilar með Sheffield United. (Talksport)

Hinn tvítugi Anthony Elanga gæti verið á leið til PSV Eindhoven í Hollandi. (AD)

Arsenal ætlar að gera stærra tilboð í Moises Caicedo en Brighton neitaði 60 milljóna punda tilboði í kauða. Þessi 21 árs gamli miðjumaður frá Ekvador vill fara frá Brighton. (Telegraph)

Sebastian Kehl, yfirmaður fótboltamála hjá Borussia Dortmund, segir að félagið eigi enn eftir að fá tilboð í enska miðjumanninn Jude Bellingham. Manchester United er sagt vera koma meira inn í slaginn um leikmanninn. (Manchester Evening News)

Chelsea hefur náð samkomulagi við Lyon varðandi kaup á hinum 19 ára gamla Malo Gusto. Liðið borgar 26,3 milljónir punda og kemur leikmaðurinn til Chelsea næsta sumar. (The Athletic)

Nottingham Forest hefur áhuga á því að fá Keyolor Navas (36) á láni frá PSG. (Fabrizio Romano)

Arsenal hefur hafnað sjö milljóna punda tilboði Monaco í miðjumanninn Albert Sambi Lokonga. Arsenal vill ekki leyfa leikmanninum að fara þangað til það kaupir annan miðjumann. (Foot Mercato)

Hinn 21 árs gamli Gabriel Martinelli hefur samþykkt nýjan samning hjá Arsenal. Launin munu rúmlega tvöfaldast hjá Brasilíumanninum. (Sun)

Southampton hefur boðið 17,5 milljónir punda í sóknarmanninn  Kamaldeen Sulemana, sem kemur frá Ghana. Þessi tvítugi leikmaður spilar með Rennes í Frakklandi. (The Athletic)

Nicolo Zaniolo, leikmaður AS Roma, hefur hafnað tilboði frá Bournemouth en hann vill ekki fara frá Ítalíu. (Tutto Mercato)

Marseille virðist vera hafa betur gegn Leeds United og Leicester City í baráttunni um Azzedine Ounahi, 22 ára miðjumann frá Marokkó. (RNC Sport)

Jorge Sampaoli, þjálfari Sevilla, hefur talað um það í fjölmiðlum á Spáni að hann vilji fá Bryan Gil, 21 árs gamlan kanntmann frá Tottenham. (Sun)

Ousmane Dembele vill framlengja samning sinn við Barcelona. Núverandi samningur er til ársins 2024. (Sport)

Marco Reus, 33 ára gamall leikmaður Borussia Dortmund, er í viðræðum við félagið um að framlengja samning sinn. Umboðsmaður hans hefur hins vegar einnig verið í viðræðum við Manchester United. (90min)


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner