Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 28. febrúar 2020 18:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Evrópudeildin: Frankfurt síðasta liðið inn í 16-liða úrslit
Andre Silva gerði bæði mörk Frankfurt.
Andre Silva gerði bæði mörk Frankfurt.
Mynd: Getty Images
Salzburg 2 - 2 Eintracht Frankfurt (samanlagt 3-6)
1-0 Andreas Ulmer ('10 )
1-1 Andre Silva ('30 )
2-1 Jerome Onguene ('71 )
2-2 Andre Silva ('83 )

Eintracht Frankfurt frá Þýskalandi varð í kvöld síðasta liðið til að tryggja sig inn í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar.

Leikur Frankfurt við Salzburg átti að fara fram í gær en var frestað út af fellibylsviðvörun í Salzburg. Leikurinn fór því fram í dag og var hann að klárast núna.

Salzburg tapaði fyrri leiknum 4-1 og þurfti því að gera mikið til að komast áfram. Austurríska liðið komst tvisvar yfir í leiknum í dag, en tvisvar náði Portúgalinn Andre Silva að jafna fyrir Frankfurt. Lokatölur voru 2-2 og samanlagt 6-3 fyrir Frankfurt, sem er í 11. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar.

Dregið var í 16-liða úrslitin fyrr í dag og mun Frankfurt mæta Basel frá Sviss þar.

Smelltu hér til að sjá hvernig 16-liða úrslitin líta út.
Athugasemdir
banner